Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. nóvember 2017

Leir­vogstungu­skóli tek­ur þátt í sam­evr­ópsku verk­efni sem styrkt er af Era­smus.

Leir­vogstungu­skóli tek­ur þátt í sam­evr­ópsku verk­efni sem styrkt er af Era­smus. Verk­efn­ið ber yf­ir­skrift­ina Play to le­arn, le­arn to play og mið­ar að því að miðla kennslu­að­ferð­um og menn­ingu milli þjóð­anna.

Þær þjóð­ir sem taka þátt auk okk­ar eru Ítal­ía, Spánn, Portúg­al, Grikk­land og Ír­land. Verk­efn­ið spann­ar tvö ár og í síð­asta mán­uði tók Leir­vogstungu­skóli á móti 15 gest­um, kenn­ur­um og skóla­stjór­um í viku­heim­sókn frá um­rædd­um lönd­um.

Gest­irn­ir heill­að­ir af landi og þjóð

Heim­sókn­in tókst afar vel enda mik­il vinna og und­ir­bún­ing­ur sem ligg­ur að baki. Til að mynda prjón­aði starfs­fólk húf­ur úr ís­lensk­um lopa handa gest­un­um sem vakti mikla hrifn­ingu. Börn­in skreyttu skól­ann með heima­til­bún­um fán­um þjóð­anna, þau sungu einn­ig lög fyr­ir gest­ina sem þau höfðu æft sér­stak­lega fyr­ir heim­sókn­ina.

Gest­irn­ir okk­ar voru sér­lega heill­að­ir af landi og þjóð en ekki síð­ur af leik­skól­an­um okk­ar. Þeir höfðu sér­stak­lega á orði hvað það færi fram mik­ið, gott og fag­legt starf í Leir­vogstungu­skóla og að börn­in væru glöð og sjálf­stæð.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00