Í sumar hefur garðyrkjudeild Mosfellsbæjar unnið að gerð nýs leiksvæðis við Hagaland og er framkvæmdum lokið.
Í sumar hefur garðyrkjudeild Mosfellsbæjar unnið að gerð nýs leiksvæðis við Hagaland og er framkvæmdum lokið. Börnin í hverfinu eru þegar farin að nýta sér svæðið og nýju leiktækin sem þar hafa verið sett upp.
Á leiksvæðinu eru rólur, rugguvegasalt, fjölþættur leikkofi og útibekkur. Trjágróður, göngustígur og umhverfi snyrt og aðstæður hinar ákjósanlegustu til að njóta og eiga góðan dag með börnunum.
Á hverju sumri er alltaf einn leikvöllur tekinn alveg í gegn. Alltaf er verið að bæta við leiktækjum á fleiri leikvelli á sumrin ásamt unnið að garðvinnu, hreinsað og slegið alls staðar í bæjarfélaginu.