Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. október 2017

Vet­ur­inn 2014-2015 var leik­skól­inn Hlíð einn af sex ís­lensk­um leik­skól­um sem tók þátt í til­rauna­vinnu með Vináttu­verk­efni Barna­heilla.

Verk­efn­ið kom til Ís­lands frá Dan­mörku en það bygg­ir á snemm­tækri íhlut­un gegn einelti í leik­skól­um svo að draga megi úr því í yngri bekkj­um grunn­skóla. Verk­efn­ið skerp­ir m.a. á gildi góðra sam­skipta, vináttu og virð­ingu fyr­ir öðr­um. Gert er ráð fyr­ir að þátt­tak­end­ur til­einki sér þau grunn­gildi sem verk­efn­ið bygg­ir á í allri vinnu og sam­skipt­um í leik­skóla­sam­fé­lag­inu.

Gild­in sem verk­efn­ið bygg­ir á og eru samofin öllu leik­skóla­starf­inu eru:

  • Um­burð­ar­lyndi, að við­ur­kenna og skilja mik­il­vægi og gildi fjöl­breyti­leik­ans og að koma fram við alla aðra af virð­ingu
  • Virð­ing, að við­ur­kenna og virða alla í hópn­um og gildi marg­breyti­leik­ans, að vera öll­um góð­ur fé­lagi
  • Um­hyggja, að sýna öll­um börn­um áhuga, sam­kennd, sam­líð­an og hjálp­semi, að hafa skiln­ing á stöðu ann­arra
  • Hug­rekki, að hafa hug­rekki til að bregð­ast við órétti og að geta sett sér mörk, að vera hug­rakk­ur og góð­ur fé­lagi sem bregst við órétt­læti sem að­r­ir eru beitt­ir.

Efla styrk­leika hvers og eins

Verk­efn­ið bygg­ir á nýj­ustu rann­sókn­um á einelti og er þátttaka barn­anna, starfs­fólks og for­eldra grund­völl­ur þess að vel tak­ist til. Sam­kvæmt verk­efn­inu er einelti slæmt mynstur eða sam­skipti sem þró­ast í að­stæð­um og um­hverfi þar sem um­burð­ar­lyndi skort­ir gagn­vart marg­breyti­leik­an­um. Alltaf skuli því skoða hóp­inn sem heild, en ekki ein­blína á að ein­hver sé slæm­ur og ann­ar góð­ur, ekki á ger­anda og þol­anda.

Verk­efn­ið bygg­ist því á að efla styrk­leika hvers ein­stak­lings og vinna með hóp­inn í heild, um sam­skipti, sam­líð­an, um­hyggju, vináttu og vellíð­an. Vinátta á því að stuðla að al­mennri mennt­un leik­skóla­barna í hæfni þeirra til að takast á við áskor­an­ir dag­legs lífs og í sam­skipt­um við aðra.

Verk­efn­ið bygg­ir á að einelti sé á ábyrgð hinna full­orðnu. Hinn full­orðni sem um­gengst börn­in dag­lega er sá sem hef­ur tæki­færi til að fyr­ir­byggja einelt­ið og ber skylda til þess.

Vinátta, um­hyggja og hug­rekki

Bangs­inn Blær er tákn­mynd vinátt­unn­ar í Vináttu­verk­efn­inu. Hann minn­ir börn­in á að vera góð­ur fé­lagi, hugg­ar þau þeg­ar þau eru sorg­mædd og hann hef­ur í heiðri gild­in sem byggt er á. Blær er vin­sæll hjá börn­un­um og hjálp­ar til við að stuðla að góð­um skóla­brag og að gæta hvers ann­ars vel. Litl­ir bangs­ar sem hvert og eitt barn á tákna sam­fé­lag Vináttu.

Í leið­bein­inga­hefti ætlað kenn­ur­um er á fræði­leg­an hátt fjallað um einelti og fjölda hug­mynda að verk­efna­vinnu til að vinna með í leik­skól­an­um. Nudd­hefti, sam­ræðu­spjöld, sögu­bók þar sem fjallað er af kímni, skiln­ingi og já­kvæðni um erf­ið­ar að­stæð­ur sem upp geta kom­ið í leik­skól­an­um ásamt tón­list­ar­disk og úti­kennslu­hefti fylgja með verk­efn­inu.

Með því að hafa fjöl­breyti­leika verk­efna mik­inn geta öll börn­in sýnt styrk­leika sína og lagt sitt af mörk­um til að vera góð­ur fé­lagi og sýna vináttu, um­hyggju og hug­rekki. Reynsl­an sýn­ir að börn­un­um lík­ar vel við efn­ið sem fylg­ir og eiga auð­veld­ara með að setja sig í spor ann­arra. Í Hlíð er verk­efn­ið unn­ið með öll­um 3-5 ára börn­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00