Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. júlí 2019

Bryndís Guð­munds­dótt­ir tal­meina­fræð­ing­ur er í sam­starfi við IKEA, LÝSI, Marel, Radd­list og hjón­in Björgólf Thor og Krist­ínu Ólafs­dótt­ur um að gefa öll­um leik­skól­um á Ís­landi þjálf­un­ar­efni sem bæt­ir framburð barna, eyk­ur orða­forða og und­ir­býr læsi.

Bryndís hef­ur starfað á Ís­landi í rúm­lega 30 ár sem tal­meina­fræð­ing­ur og hef­ur m.a. gef­ið út náms­efni und­ir heit­inu, Lær­um og leik­um með hljóð­in, sem ætlað er öll­um barna­fjöl­skyld­um og skól­um. Náms­efn­ið bygg­ir á fag­þekk­ingu tal­meina­fræð­inn­ar, rann­sókn­um og reynslu Bryn­dís­ar  af því að vinna með börn­um, for­eldr­um og fag­fólki skóla. Efn­ið hef­ur hlot­ið ýms­ar við­ur­kenn­ing­ar.

Í til­efni af þess­um tíma­mót­um í starfi hef­ur Bryndís ákveð­ið að gefa efn­ið til allra leik­skóla á Ís­landi. Það var mögu­legt með eig­in fram­lagi og stuðn­ingi of­an­greindra fyr­ir­tækja og ein­stak­linga sem öll leggja áherslu á að það þurfi að hlúa að ís­lensk­unni og læsi ís­lenskra barna.

All­ir  leik­skól­ar á land­inu, fá nú í sum­ar, heild­stætt efni úr Lær­um og leik­um með hljóð­in að gjöf til að nýta í starfi sínu með leik­skóla­börn­um. Auka­efni eins og púsl, límmið­ar og vinnusvunt­ur, sem styðja við hljóð­anám­ið með fal­leg­um stafa­mynd­um, fylg­ir með í skólapökk­un­um. Einn­ig munu fimm ís­lensk smá­forrit fyr­ir iPad vera gef­in sam­hliða til allra skól­anna og for­eldra ís­lenskra barna.

Það er mik­il­vægt að leggja grunn að læsi frá unga aldri með áherslu á þá þætti sem rann­sókn­ir sýna að skipta meg­in­máli fyr­ir fram­tíð­ar­nám barna. Lær­um og leik­um með hljóð­in kenn­ir framburð hljóða, hljóða­vit­und og bók­stafi, þjálf­ar hljóð­kerf­is­þætti, eyk­ur orða­forða og hug­taka­skiln­ing, auk þess að gefa fyr­ir­mynd að setn­inga­gerð og mörg­um mál­fræði­þátt­um ís­lensk­unn­ar.

IKEA, LÝSI, Marel, Björgólf­ur Thor og Kristín Ólafs­dótt­ir gerðu þessa mik­il­vægu gjöf að mögu­leika í sam­starfi við Bryn­dísi tal­meina­fræð­ing og við kunn­um þeim bestu þakk­ir fyr­ir.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00