Ný úttekt verðlagseftirlits ASÍ á meðal 15 stærstu sveitarfélaga landsins leiðir fram að foreldrar í Mosfellsbæ greiða lægstu leikskólagjöld á landinu fyrir níu tíma leikskóladag og næst lægstu leikskólagjöldin fyrir átta klukkustunda leikskóladag með fæði.
Jafnframt kemur fram í úttekt ASÍ að níundi klukkutíminn lækkar mest í Mosfellsbæ eða um 5% og það sama gildir um almenn leikskólagjöld sem lækka mest í Mosfellsbæ eða um 3,7% sem má rekja til 5% lækkunar á dvalargjöldum.
“Við hjá Mosfellsbæ höfum lagt áherslu á að vera fjölskylduvænt, heilsueflandi og framsækið bæjarfélag. Reglubundin lækkun leikskólagjalda á síðustu árum eru hluti af þeim verkefnum sem við vinnum að auk annarra áherslna sem birtast í fjárhagsáætlun ársins eins og aukinni þjónustu við 12-18 mánaða börn þar sem plássum verður fjölgað um 30 svo nokkuð sé nefnt.” segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
Tengt efni
Breytingar á umsýslukerfi og vefsíðum leikskólanna
Dagur leikskólans 6. febrúar
Dagur leikskólans er í dag þriðjudaginn 6. febrúar.
Skráningardagar í leikskólum Mosfellsbæjar
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 15. júní tillögu fræðslunefndar um svokallaða skráningardaga í leikskólum frá og með næsta hausti.