Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. janúar 2021

Ný út­tekt verð­lags­eft­ir­lits ASÍ á með­al 15 stærstu sveit­ar­fé­laga lands­ins leið­ir fram að for­eldr­ar í Mos­fells­bæ greiða lægstu leik­skóla­gjöld á land­inu fyr­ir níu tíma leik­skóla­dag og næst lægstu leik­skóla­gjöld­in fyr­ir átta klukku­stunda leik­skóla­dag með fæði.

Jafn­framt kem­ur fram í út­tekt ASÍ að ní­undi klukku­tím­inn lækk­ar mest í Mos­fells­bæ eða um 5% og það sama gild­ir um al­menn leik­skóla­gjöld sem lækka mest í Mos­fells­bæ eða um 3,7% sem má rekja til 5% lækk­un­ar á dval­ar­gjöld­um.

“Við hjá Mos­fells­bæ höf­um lagt áherslu á að vera fjöl­skyldu­vænt, heilsu­efl­andi og fram­sæk­ið bæj­ar­fé­lag. Reglu­bund­in lækk­un leik­skóla­gjalda á síð­ustu árum eru hluti af þeim verk­efn­um sem við vinn­um að auk ann­arra áherslna sem birt­ast í fjár­hags­áætlun árs­ins eins og auk­inni þjón­ustu við 12-18 mán­aða börn þar sem pláss­um verð­ur fjölgað um 30 svo nokk­uð sé nefnt.” seg­ir Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00