Leikskólarnir í Mosfellsbæ hafa tekinn virkan þátt í heilsuvikunni sem nú stendur yfir.
Börnin á Hlaðhömrum tóku þátt í stöðvastuði og tveggja og þriggja ára börn á Hlíð gengu á Lágafellið.
Í dag var mikið stuð og fjör í leikskólanum Hlaðhamrar þar sem í gangi var svokallað stöðvastuð. Að þessu sinni voru allar stöðvarnar utandyra bæði inna leikskólalóðinni og fyrir utan hana. Dæmi um þær stöðvar sem voru settar upp er fjallganga, gönguferð, útileikir, sullstuð, útilistaverkagerð. Einnig var farin könnunarferð í holtið, farið var í sumarleiki, leikið með fallhlíf og tjöld, smíðar og byggingarstöð.