Leikskólarnir í Mosfellsbæ hafa tekinn virkan þátt í heilsuvikunni sem nú stendur yfir.
Börnin á Hlaðhömrum tóku þátt í stöðvastuði og tveggja og þriggja ára börn á Hlíð gengu á Lágafellið.
Í dag var mikið stuð og fjör í leikskólanum Hlaðhamrar þar sem í gangi var svokallað stöðvastuð. Að þessu sinni voru allar stöðvarnar utandyra bæði inna leikskólalóðinni og fyrir utan hana. Dæmi um þær stöðvar sem voru settar upp er fjallganga, gönguferð, útileikir, sullstuð, útilistaverkagerð. Einnig var farin könnunarferð í holtið, farið var í sumarleiki, leikið með fallhlíf og tjöld, smíðar og byggingarstöð.
Tengt efni
Skráningardagar í leikskólum Mosfellsbæjar
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 15. júní tillögu fræðslunefndar um svokallaða skráningardaga í leikskólum frá og með næsta hausti.
Verkföll sem hafa áhrif á starfsemi allra leikskóla og grunnskóla í næstu viku
Aðildarfélög BSRB hafa boðað verkföll í næstu viku og standa samningaviðræður enn yfir.
Samningur um allt að 50 leikskólapláss í Korpukoti undirritaður
Bæjarráð hefur staðfest samning um allt að 50 leikskólapláss fyrir mosfellsk börn í Korpukoti.