Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. desember 2010

Það verð­ur jóla­legt í um­ferð­inni næstu vik­urn­ar, því stræt­is­vagn­ar Strætó bs. munu skarta skraut­leg­um jóla­mynd­um að utan og inn­an.

Óhætt er að segja að lista­menn­irn­ir séu ung­ir og upp­renn­andi, því það voru leik­skóla­börn hvaðanæva að af höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem hönn­uðu skreyt­ing­arn­ar. Með þessu verk­efni vill Strætó leggja sitt af mörk­um til að færa borg­ina í há­tíð­ar­bún­ing um leið og ung­við­ið er hvatt til að virkja sköp­un­ar­gleð­ina.

Verk­efn­ið hófst í byrj­un nóv­em­ber, þeg­ar bréf var sent til allra leik­skóla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og leik­skóla­kenn­ar­ar hvatt­ir til fá börn­in til að teikna jóla­mynd­ir til að skreyta stræt­is­vagn­ana um jólin. Mjög vel var tek­ið í er­ind­ið og alls bár­ust mynd­ir frá 58 leik­skól­um. Unn­ið var úr mynd­un­um þann­ig að leik­skól­arn­ir sem sendu inn „eign­uð­ust“ einn stræt­is­vagn hver, þ.e. mynd­ir frá hverj­um leik­skóla skreyta hlið­ar og bak­hluta á ein­um stræt­is­vagni. Að auki er inni í vagn­in­um vegg­spjald með mynd­um og upp­lýs­ing­um um leik­skól­ann sem skreytti vagn­inn. Jafn­framt munu all­ar mynd­irn­ar sem bár­ust verða að­gengi­leg­ar á vef Strætó.

Verk­efn­inu var hleypt af stokk­un­um í dag þeg­ar jóla­svein­ar heim­sóttu leik­skól­ann Bakka­borg á stræt­is­vagn­in­um sem börn­in á Bakka­borg skreyttu. Spenn­an var mik­il með­al barn­anna, sem tóku stræt­is­vagn­in­um „sín­um“ og jóla­svein­un­um opn­um örm­um þeg­ar vagn­inn renndi í hlað. Jóla­stemmn­ing­in náði svo há­marki þeg­ar börn­un­um var boð­ið í stutt ferðalag með vagn­in­um þar sem að sjálf­sögðu voru sung­in jóla­lög með svein­un­um.

„Þetta hef­ur án efa ver­ið eitt skemmti­leg­asta verk­efn­ið sem við höf­um unn­ið að, því börn­in eru svo hug­mynda­rík og hafa greini­lega haft gam­an af því að teikna jóla­mynd­ir fyr­ir Strætó. Ég vona að bæj­ar­bú­ar muni hafa jafn gam­an af þessu og við og kom­ist í há­tíð­ar­skap í um­ferð­inni við að sjá þess­ar líf­legu mynd­ir barn­anna okk­ar fram að jól­um,“ seg­ir Reyn­ir Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó bs.

Þetta verð­ur ekki það eina sem Strætó bs. ger­ir nú í að­drag­anda jól­anna til að lífga upp á bæj­ar­líf­ið, því lista­fólki af öllu tagi hef­ur ver­ið boð­ið að troða upp í strætó síð­ustu dag­ana fyr­ir jól. Far­þeg­ar Strætó bs. geta því átt von á að heyra lif­andi tónlist, ljóða­lest­ur eða verða vitni að ein­hverj­um öðr­um list­við­burði á ferð­um sín­um í strætó næstu dag­ana.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00