Tilraunaverkefni á vegum Mosfellsbæjar, FaMos og World Class hófst 18. september.
Kennslan fer fram í formi alhliða leikfimi og styrktaræfinga í leikfimisal auk æfinga í tækjasal.
Tveir hópar eru í boði og nánast uppbókað í báða hópana sem hittast á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:00-11:00 eða kl. 11:00-12:00. Kennarar á námskeiðinu leitast við að hafa áherslurnar einstaklingsmiðaðar og hafa tímana fjölbreytta í sal og í tækjum. Árangur þátttakenda verður mældur í byrjun og svo í lok námskeiðanna í desember þegar tilraunatímabilinu lýkur. Í ljósi árangurs og mats á framkvæmdinni má gera ráð fyrir því að framhald verði á verkefninu á einhverju formi.
Námskeiðið fer fram í World Class í Lágafellslaug. Verkefnið fellur vel að áherslum Mosfellsbæjar sem heilsueflandi samfélags og lögð hefur verið áhersla á að auðvelda eldri borgurum að stunda hreyfingu.
Allar nánari upplýsingar um námskeiðið veitir Elva Björg Pálsdóttir í síma 586-8014 / 698-0090 og á netfanginu elvab[hja]mos.is.