Mosfellsbær er á spennandi vegferð við að umbreyta upplýsingatækniumhverfi sínu og í því felast mikil tækifæri til að hafa áhrif og leiða breytingastjórnun hjá einu af stærsta sveitarfélagi landsins.
Leiðtogi í upplýsingatæknimálum mun gegna lykilhlutverki í að sameina upplýsingatækniumhverfi Mosfellsbæjar og móta framtíðarsýn í UT þjónustu og kerfisrekstri. Nýlega var gerð úttekt á upplýsingatækniumhverfi bæjarins og ljóst er að spennandi verkefni bíða nýs leiðtoga.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði, tölvunarfræði eða verkfræði er kostur
- Góð þekking á upplýsingatæknimálum er skilyrði
- Farsæl reynsla í sambærilegu starfi er kostur
- Góð samskiptafærni
- Hæfni í að leiða breytingar og að miðla upplýsingum
- Geta til að skilja og greina upplýsingatæknikerfi og kerfisstjórnun er kostur
- Reynsla af gerð og framkvæmd birgjasamninga
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, drifkraftur og metnaður
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirsýn og umsjón með upplýsingatækniumhverfi sveitarfélagsins, daglegum rekstri og þjónustu við stofnanir og starfsfólk
- Ábyrgð á rekstraröryggi og gæðaeftirliti upplýsingatæknikerfa
- Ábyrgð á gerð og viðhaldi samninga við birgja ásamt kostnaðareftirliti
- Stefnumörkun á sviði upplýsingatækni, breytingastjórnun og ábyrgð á framþróun á innviðum, kerfum og annarri tæknihögun ásamt fræðslu til starfsfólks
Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2025.
Sækja um starf:
Umsókn um starfið skal skilað gegnum alfred.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf (hvort tveggja á íslensku) þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Upplýsingar um starfið veitir Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri umbóta og þróunar á netfangið olafia@mos.is.
Mosfellsbær leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið, óháð kyni, fötlun eða menningarlegum bakgrunni.
Tengt efni
Málstjóri farsældar hjá Mosfellsbæ
Ólöf Kristín Sivertsen ráðin sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar
Sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar
Mosfellsbær leitar að framsæknum og drífandi leiðtoga í starf sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar.