Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. desember 2024

Mos­fells­bær er á spenn­andi veg­ferð við að umbreyta upp­lýs­inga­tæknium­hverfi sínu og í því felast mik­il tæki­færi til að hafa áhrif og leiða breyt­inga­stjórn­un hjá einu af stærsta sveit­ar­fé­lagi lands­ins.

Leið­togi í upp­lýs­inga­tækni­mál­um mun gegna lyk­il­hlut­verki í að sam­eina upp­lýs­inga­tæknium­hverfi Mos­fells­bæj­ar og móta fram­tíð­ar­sýn í UT þjón­ustu og kerf­is­rekstri. Ný­lega var gerð út­tekt á upp­lýs­inga­tæknium­hverfi bæj­ar­ins og ljóst er að spenn­andi verk­efni bíða nýs leið­toga.

Mennt­un­ar- og hæfnis­kröf­ur

  • Há­skóla­mennt­un sem nýt­ist í starfi er skil­yrði, tölv­un­ar­fræði eða verk­fræði er kost­ur
  • Góð þekk­ing á upp­lýs­inga­tækni­mál­um er skil­yrði
  • Far­sæl reynsla í sam­bæri­legu starfi er kost­ur
  • Góð sam­skipta­færni
  • Hæfni í að leiða breyt­ing­ar og að miðla upp­lýs­ing­um
  • Geta til að skilja og greina upp­lýs­inga­tækni­kerfi og kerf­is­stjórn­un er kost­ur
  • Reynsla af gerð og fram­kvæmd birgja­samn­inga
  • Frum­kvæði, sjálf­stæð vinnu­brögð, drif­kraft­ur og metn­að­ur
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á ís­lensku og ensku

Helstu verk­efni og ábyrgð

  • Yf­ir­sýn og um­sjón með upp­lýs­inga­tæknium­hverfi sveit­ar­fé­lags­ins, dag­leg­um rekstri og þjón­ustu við stofn­an­ir og starfs­fólk
  • Ábyrgð á rekstr­arör­yggi og gæða­eft­ir­liti upp­lýs­inga­tækni­kerfa
  • Ábyrgð á gerð og við­haldi samn­inga við birgja ásamt kostn­að­ar­eft­ir­liti
  • Stefnu­mörk­un á sviði upp­lýs­inga­tækni, breyt­inga­stjórn­un og ábyrgð á fram­þró­un á inn­við­um, kerf­um og ann­arri tækni­hög­un ásamt fræðslu til starfs­fólks

Um­sókn­ar­frest­ur er til og með 15. janú­ar 2025. 

Um­sókn um starf­ið skal skilað gegn­um al­fred.is og þarf henni að fylgja starfs­fer­il­skrá og kynn­ing­ar­bréf (hvort tveggja á ís­lensku) þar sem gerð er grein fyr­ir ástæðu um­sókn­ar og hæfni um­sækj­anda sem nýt­ist í starfi.

Upp­lýs­ing­ar um starf­ið veit­ir Ólafía Dögg Ás­geirs­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri um­bóta og þró­un­ar á net­fang­ið olafia@mos.is.

Mos­fells­bær legg­ur áherslu á jafn­rétti og hvet­ur öll áhuga­söm til að sækja um starf­ið, óháð kyni, fötlun eða menn­ing­ar­leg­um bak­grunni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00