Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. desember 2023

Mos­fells­bær aug­lýs­ir laust starf íþrótta- og lýð­heilsu­full­trúa.

Leitað er eft­ir leið­toga til að hafa for­ystu við upp­bygg­ingu á sviði íþrótta­mála, lýð­heilsu og al­menn­ingsí­þrótta.

Fyr­ir dyr­um stend­ur mik­il upp­bygg­ing á að­stöðu fyr­ir íþrótta­fólk og íbúa í Mos­fells­bæ. Íþrótta- og lýð­heilsu­full­trúi mun gegna lyk­il­hlut­verki í þeirri upp­bygg­ingu í sam­vinnu við starfs­fólk, íbúa, Aft­ur­eld­ingu og önn­ur íþrótta­fé­lög.

Um er að ræða fjöl­breytt og krefj­andi verk­efni á menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­sviði Mos­fells­bæj­ar. Leitað er eft­ir áhuga­söm­um og sjálf­stæð­um ein­stak­lingi með mikla þekk­ingu, við­eig­andi reynslu og brenn­andi áhuga á íþrótta- og lýð­heilsu­mál­um.

Frek­ari upp­lýs­ing­ar um starf­ið veit­ir Arn­ar Jóns­son, sviðs­stjóri menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­sviðs Mos­fells­bæj­ar á net­fang­ið arn­ar@mos.is.

Ít­ar­legt yf­ir­lit yfir helstu verk­efni, hæfni og mennt­un­ar­við­mið fyr­ir starf­ið er að finna á al­fred.is, þar sem um­sókn­um skal skilað eigi síð­ar en 3. janú­ar 2024.

Mos­fells­bær legg­ur áherslu á jafn­rétti og hvet­ur öll áhuga­söm til að sækja um starf­ið, óháð kyni, fötlun eða menn­ing­ar­leg­um bak­grunni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00