Leitað er eftir leiðtoga til að hafa forystu við uppbyggingu á sviði íþróttamála, lýðheilsu og almenningsíþrótta.
Fyrir dyrum stendur mikil uppbygging á aðstöðu fyrir íþróttafólk og íbúa í Mosfellsbæ. Íþrótta- og lýðheilsufulltrúi mun gegna lykilhlutverki í þeirri uppbyggingu í samvinnu við starfsfólk, íbúa, Aftureldingu og önnur íþróttafélög.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi verkefni á menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviði Mosfellsbæjar. Leitað er eftir áhugasömum og sjálfstæðum einstaklingi með mikla þekkingu, viðeigandi reynslu og brennandi áhuga á íþrótta- og lýðheilsumálum.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs Mosfellsbæjar á netfangið arnar@mos.is.
Ítarlegt yfirlit yfir helstu verkefni, hæfni og menntunarviðmið fyrir starfið er að finna á alfred.is, þar sem umsóknum skal skilað eigi síðar en 3. janúar 2024.
Mosfellsbær leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið, óháð kyni, fötlun eða menningarlegum bakgrunni.
Tengt efni
Ólöf Kristín Sivertsen ráðin sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar
Sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar
Mosfellsbær leitar að framsæknum og drífandi leiðtoga í starf sviðsstjóra fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar.
Innkaupa- og rekstrarsérfræðingur hjá Mosfellsbæ
Mosfellsbær leitar að framsæknum, metnaðarfullum og talnaglöggum einstaklingi með brennandi áhuga á innkaupum og hagkvæmum rekstri.