Mosfellsbær auglýsir laust starf leiðtoga til að stýra innleiðingu á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi verkefni. Leitað er eftir áhugasömum og sjálfstæðum einstaklingi með þekkingu og áhuga á bæði fræðslu- og velferðarmálum. Þá þarf viðkomandi að hafa getu til að leiða þverfaglega teymisvinnu og hafa brennandi áhuga og metnað fyrir málefninu.
Um er að ræða 100% starfshlutfall í góðu starfsumhverfi. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Ítarlegri upplýsingar um helstu verkefni og hæfniviðmið eru að finna á umsóknarvefnum alfred.is.
Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfinu.
Umsóknarfrestur er til og með 8. október 2023.
Nánari upplýsingar um starfið veita Gunnhildur Sæmundsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs, gunnhildur[hja]mos.is og Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, sigurbjorgf[hja]mos.is.
Mosfellsbær leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið, óháð kyni, fötlun eða menningarlegum bakgrunni.