Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
31. júlí 2018

Aug­lýs­ing birt­ist þann 4. júlí síð­ast­lið­inn, en þar var rang­lega far­ið með aug­lýs­inga­tíma og at­huga­semd­ar­frest á til­lög­um að deili­skipu­lagi. Sam­kvæmt 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 skal til­laga vera til sýn­is eigi skemmri tíma en sex vik­ur og að­il­um gef­inn kost­ur á að gera at­huga­semd­ir við til­lögu inn­an sama frest frá birt­ingu aug­lýs­ing­ar. Aug­lýst­ur var ein­ung­is fimm vikna aug­lýs­ing­ar­tími og at­huga­semd­ar­frest­ur. Aug­lýs­inga­tími og at­hug­semda­frest­ur mun því vera fram­lengd­ur um rúma viku eða til og með 18. ág­úst 2018.

Aug­lýs­ing birt­ist þann 4. júlí síð­ast­lið­inn, en þar var rang­lega far­ið með aug­lýs­inga­tíma og at­huga­semd­ar­frest á til­lög­um að deili­skipu­lagi. Sam­kvæmt 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 skal til­laga vera til sýn­is eigi skemmri tíma en sex vik­ur og að­il­um gef­inn kost­ur á að gera at­huga­semd­ir við til­lögu inn­an sama frest frá birt­ingu aug­lýs­ing­ar. Aug­lýst­ur var ein­ung­is fimm vikna aug­lýs­ing­ar­tími og at­huga­semd­ar­frest­ur. Aug­lýs­inga­tími og at­hug­semda­frest­ur mun því vera fram­lengd­ur um rúma viku eða til og með 18. ág­úst 2018.

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 eft­ir­far­andi til­lög­ur að deili­skipu­lagi:

Frí­stunda­lóð­ir við Langa­vatn, til­laga að deili­skipu­lagi

Um er að ræða deili­skipu­lag fyr­ir frí­stunda­lóð­ir norð­an við Langa­vatn. Svæð­ið er skor­ið úr tveim jörð­um, Óskoti í vestri og Höfða í austri.
Til­lag­an fel­ur í sér:
Að skil­greina bygg­ing­areiti.
Skil­greina lóða­skipt­ingu með því að skipta upp tveim lóð­um sem liggja aust­ast á svæð­inu í fjór­ar 5000 m2 lóð­ir.
Há­mark­s­tærð bú­staða fari eft­ir fer­metra­fjölda hverr­ar lóð­ar fyr­ir sig.
Breyta lóð­ar­mörk­um lóða lnr. 125389 og lnr. 125390.
Setja skil­mála fyr­ir hús á svæð­inu þann­ig þau falli vel að um­hverf­inu og að vönd­uð hönn­un og fram­kvæmd skuli vera í fyr­ir­rúmi.

Spilda úr landi Mið­dals 1, lnr. 125337, til­laga að deili­skipu­lagi

Um er að ræða nýtt deili­skipu­lag fyr­ir frí­stundalóð í landi Mið­dals 1. Að norð­aust­an af­markast spild­an af Bæj­ar­læk, að sunn­an af Selja­dals­vegi og landi Mos­fells­bæj­ar að vest­an.
Til­lag­an fel­ur í sér:
Að á svæð­inu rísi lát­laus, lág­reist byggð frí­stunda­húsa sem fell­ur sem best að land­inu og um­hverfi svæð­is­ins.
Lóð­inni verði skipt upp í 5 lóð­ir. Stærð lóð­anna A,B,C og D er um 0,5 ha hver. Stærð lóð­ar­inn­ar E er um 0,72 ha.
Há­marks bygg­ing­armagn lóða A-D má vera allt að 120 m2 og bygg­ing­armagn lóð­ar E má vera allt að 170 m2.

Það leið­rétt­ist hér með að til­lög­ur að deili­skipu­lagi verða til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, frá 4. júlí 2018 til og með 18. ág­úst en ekki til 8. ág­úst eins og sagt var í fyrri aug­lýs­ingu, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær at­huga­semd­ir.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eða í tölvu­pósti til und­ir­rit­aðs eigi síð­ar en 18. ág­úst 2018.
31. júlí 2018
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00