Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. nóvember 2020

Skv. reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra frá 31. októ­ber 2020 mega mest 10 manns koma sam­an í rými inn­an- sem ut­an­dyra (með ákveðn­um und­an­tekn­ing­um).

Fjölda­tak­mörk­un á sam­kom­um fer eft­ir ákvörð­un yf­ir­valda hverju sinni.

Um öll rými og svæði gild­ir að ein­stak­ling­ar eiga ekki að koma inn á þau ef þeir:

  • Eru í sótt­kví.
  • Eru í ein­angr­un (einn­ig með­an beð­ið er nið­ur­stöðu sýna­töku).
  • Hafa ver­ið í ein­angr­un vegna COVID-19 smits og ekki eru liðn­ir 14 dag­ar frá út­skrift.
  • Eru með ein­kenni um COVID-19 (hósta, hita, háls­sær­indi, kve­f­ein­kenni, höf­uð­verk, bein- eða vöðva­verki, þreytu).

Börn fædd árið 2015 og síð­ar eru und­an­þeg­in fjölda­tak­mörk­un­um.

Ein­stak­ling­ar eiga að virða ná­lægð­ar­tak­mark­an­ir á milli ótengdra að­ila. Full­orðn­ir þurfa þann­ig að virða 2 metra reglu sín á milli og við ótengd börn.

Eng­inn sam­gang­ur (blönd­un) á að vera á milli rýma. Það geng­ur þvert á til­gang fjöldatak- mark­ana ef að­il­ar eru að­skild­ir í rými en safn­ist svo sam­an eða bland­ist t.d. á sal­erni, í sömu veit­inga­sölu eða í hléi.

Rými þurfa að vera að­skilin með a.m.k. 2 metra háu skil­rúmi eða 2 metra bili sem ekki má fara yfir.

Við sölu miða þarf að huga að því að fjöl­skyld­ur og tengd­ir að­il­ar mega sitja sam­an en að 2 metr­ar séu á milli ótengdra að­ila.Auð­velt að­gengi að hand­þvotta­að­stöðu og/eða hand­spritti þarf að vera til stað­ar í hverju rými.

Eng­inn sam­gang­ur er heim­il­að­ur á milli rýma. Hvert skil­greint rými þarf helst að hafa eig­in inn­gang og út­g­ang. Hægt er að nota sama inn- og út­g­ang ef að­il­ar í hverju rými fara inn og út á að­skil­inn hátt þann­ig að eng­in blönd­un sé á milli hópa. Lofta ætti út á milli hópa ef hægt er og þrífa snertifleti ef kost­ur.

Sal­erni þurfa að vera að­skilin fyr­ir hvert rými. Ekki má sam­nýta sal­erni milli rýma á neinn hátt.

Miða­sala, veit­inga­sala og önn­ur sam­bæri­leg þjón­usta þarf að vera að­skilin fyr­ir hvert rými. Starfs­fólk við slíka þjón­ustu má ekki fara á milli rýma. Sama á við fram­reiðslu­að­ila.

Sam­eig­in­lega snertifleti þarf að þrífa og sótt­hreinsa a.m.k. dag­lega eða oft­ar eft­ir að­stæð­um. Þá ætti að opna glugga og hurð­ir til að lofta vel út í a.m.k. 15 mín. (eða leng­ur) í senn sé þess kost­ur og end­ur­taka nokkr­um sinn­um yfir dag­inn.

Brýna þarf fyr­ir gest­um að gæta ýtr­ustu var­kárni og virða regl­ur um ná­lægð­ar­tak­mark­an­ir og sótt­varn­ir.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00