Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. október 2024

Á næstu dög­um munu verk­tak­ar á veg­um Mos­fells­bæj­ar hefja vinnu við að skipta út öll­um kvikasilf­ursljós­gjöf­um í bæn­um. Breyt­ing­in er í sam­ræmi við um­hverf­is­stefnu bæj­ar­ins og hef­ur í för með sér meiri sparn­að á orku. Þetta eru fyrstu skref­in í svo­kall­aðri LED væð­ingu, en henni fylgja nokkr­ir kost­ir fyr­ir bæj­ar­búa:

  • Betri og jafn­ari lýs­ing í bæn­um, með mjúkri (2.700K) birtu í hverf­um, en bjart­ari (3.000K) á stofn- og tengi­braut­um
  • Betri lita­end­ur­gjöf og þar með hlý­legra og ör­ugg­ara um­hverfi
  • Breyti­legri birtu yfir lýs­ing­ar­tím­ann, þar sem lýs­ing yfir mið­nótt­ina er minni
  • Um­tals­verð­ur sparn­að­ur í orku­notk­un og minna við­haldi

LED væð­ing í Mos­fells­bæ mun taka nokk­ur ár. Áhrifa henn­ar mun samt gæta strax í vet­ur, í bættri lýs­ingu, á svæð­um sem merkt eru með græn­um punkt­um á mynd­inni.

Unn­ið verð­ur að upp­setn­ingu LED-lýs­ing­ar jafnt og þétt næstu árin en næsta stóra breyt­ing­in er á ár­inu 2026, þeg­ar birt­unni verð­ur stýrt yfir lýs­ing­ar­tím­ann.

Að verk­efn­inu loknu munu bæj­ar­bú­ar búa við hag­kvæma og jafna lýs­ingu, með góðri lita­end­ur­gjöf, sem er stýrt í sam­ræmi við þörf, upp­fyll­ir kröf­ur um ör­yggi og um­hverf­is­stefnu og veld­ur minni ljós­meng­un.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00