Breyting á deiliskipulagi Laxatungu 136-144, einnar hæðar raðhús í stað tveggja hæða, og deiliskipulag leigulóðar úr landi Þormóðsdals. Athugasemdafrestur til 21. júní 2016.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 neðangreinda tillögu að deiliskipulagi og skv. 1. mgr. 43. gr. sömu laga neðangreinda tillögu að breytingum á deiliskipulagi.
Í Þormóðsdal, l.nr. 125606, tillaga að deiliskipulagi
Um er að ræða um 2,8 ha leiguland þar sem áður stóð sumarbústaður sem brann fyrir nokkrum árum. Á tillöguuppdrætti er markaður byggingarreitur þar sem fyrra hús stóð og kveðið á um leyfilega gerð og stærð nýs frístundahúss. Sýnd er aðkoma frá Hafravatnsvegi og lega háspennulínu; Brennimelslínu; sem liggur yfir lóðina.
Í Leirvogstungu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Tillagan varðar Laxatungu 136-144 og gengur út á að í stað tveggja hæða raðhúss komi einnar hæðar raðhús á lóðirnar, 5 íbúðir með innbyggðum bílskúrum. Meginbyggingarreitur stækki en byggingarreitir fyrir útbyggingar falli út. Húsgerð verði R-IJ (ný) í stað R-IID og hámarksnýtingarhlutfall samstæðunnar 0,4.
Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 10. maí 2016 til og með 21. júní 2016, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eigi síðar en 21. júní 2016.
6. maí 2016,
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar