Velferðarsvið Mosfellsbæjar leitar að öflugum einstaklingi með brennandi áhuga á málefnum fatlaðs fólks.
Viðkomandi ber ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk í sveitarfélaginu bæði faglega og fjárhagslega. Undir málaflokkinn heyra 13 starfsstöðvar með á fjórða hundrað starfsmanna.
Um er að ræða umfangsmikið og krefjandi starf í góðu og nærandi starfsumhverfi þar sem viðkomandi leiðir daglega þjónustu, umbætur, sem og framþróun í málaflokknum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi ásamt framhaldsmenntun
- Þekking á málaflokki fatlaðs fólks
- Víðtæk reynsla af starfi innan stjórnsýslu
- Þekking af gerð fjárhagsáætlana
- Yfirburða samskiptahæfni, þjónustumiðuð hugsun og geta til að starfa í hópi
- Stjórnunar og leiðtogahæfileikar
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar
- Góð almenn tölvukunnátta
- Þekking á þeim lögum og reglugerðum sem tengjast starfinu
- Framúrskarandi hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stýra faglegri þjónustu sviðsins, efla hana og tryggja þjónustu til fatlaðra íbúa sveitarfélagsins
- Tryggja að þjónusta sé í samræmi við gildandi lög, reglur, stefnur, áætlanir og annað sem undir málaflokkinn heyrir
- Stuðla að framsækni og nýjungum í málaflokknum
- Halda utan um formleg samskipti við utanaðkomandi aðila, svo sem Jöfnunarsjóð, Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, félags- og húsnæðismálaráðuneyti, Rannsóknar- og greiningarstöð og fleiri
- Fylgja breytingum, nýjungum og framþróun eftir
- Hafa umsjón með þjónustusamningum við þriðja aðila
- Tryggja að rekstur málaflokksins sé innan fjárheimilda
Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2025