Það eru örfá laus pláss á blásturshljóðfæri í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar.
Nemendur sem vilja læra á trompet, horn, básúnu, þverflautu, saxófón eða klarínettu eru velkomnir, en aðeins er um örfá pláss að ræða. Krakkar í 3. eða 4. bekk grunnskóla eru á kjöraldri.Blásarakrakkar fara strax og geta leyfir á hljómsveitaæfingar og fá þar mikinn félagsskap.
Við leitum að börnum sem gætu haft áhuga á að spila á hljóðfæri og taka þátt í skemmtilegu félagsstarfi.
Höfuðstöðvar hljómsveitarinnar eru í Varmárskóla, en kennsla fer fram í öllum skólum Mosfellsbæjar.
Áhugasamir hafi samband í síma 663-9225 eða senda póst á skomos@ismennt.is og við sendum öll gögn til baka.
Fyrstir koma, fyrstir fá.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
Daði Þór Einarsson
GSM: 663-9225
Sími: 525-0715
Netfang: skomos@ismennt.is
Mynd af byrjendasveit frá vorönn 2020
Tengt efni
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og Stundin okkar
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar er að taka þátt í skemmtilegu verkefni með RÚV.
Dagur Listaskólans 5. mars 2022
Opið hús kl. 11:00-13:00 í Listaskólanum Háholti 14, 3. hæð.
Framlag tónlistardeildar Listaskóla Mosfellsbæjar í NETnótunni
Framlag tónlistardeildar Listaskóla Mosfellsbæjar var flutt í fyrsta þætti NETnótunnar sem sýndur var á N4 þann 13. júní sl.