Það eru örfá laus pláss á blásturshljóðfæri í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar.
Nemendur sem vilja læra á trompet, horn, básúnu, þverflautu, saxófón eða klarínettu eru velkomnir, en aðeins er um örfá pláss að ræða. Krakkar í 3. eða 4. bekk grunnskóla eru á kjöraldri.Blásarakrakkar fara strax og geta leyfir á hljómsveitaæfingar og fá þar mikinn félagsskap.
Við leitum að börnum sem gætu haft áhuga á að spila á hljóðfæri og taka þátt í skemmtilegu félagsstarfi.
Höfuðstöðvar hljómsveitarinnar eru í Varmárskóla, en kennsla fer fram í öllum skólum Mosfellsbæjar.
Áhugasamir hafi samband í síma 663-9225 eða senda póst á skomos@ismennt.is og við sendum öll gögn til baka.
Fyrstir koma, fyrstir fá.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
Daði Þór Einarsson
GSM: 663-9225
Sími: 525-0715
Netfang: skomos@ismennt.is
Mynd af byrjendasveit frá vorönn 2020
Tengt efni
Dagur Listaskólans 1. mars 2025
Listaskólanum færður nýr flygill að gjöf
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti Listaskólanum formlega nýjan flygil að gjöf frá Mosfellsbæ á fyrstu tónleikum hausttónleikadaga skólans sem fóru fram 15. – 17. október í félagsheimilinu Hlégarði.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fagnaði 60 ára afmæli