Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. nóvember 2020

Mos­fells­bær hef­ur aug­lýst til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu, skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, í sam­ræmi við sam­þykkt­ir bæj­ar­stjórn­ar.

Deili­skipu­lagstil­lag­an varð­ar bæði bíla­stæði við Huldu­berg og aðliggj­andi leik­völl við Klapp­ar­hlíð. Breyt­ing­in fyr­ir svæð­ið er sett fram á tveim­ur upp­drátt­um.

Bíla­stæði við Huldu­berg í Lækj­ar­hlíð

Breyt­ing­in fel­ur í sér end­ur­hönn­un og fjölg­un bíla­stæða við leik­skól­ann Huldu­berg. Inn­keyrslu er hliðrað og hraða­hindr­un stað­sett í Lækj­ar­hlíð. Bíla­stæð­um fjölg­ar um 7 suð­aust­ast á reitn­um og verða þau 39 tals­ins. Bíla­stæði fyr­ir hreyfi­haml­aða er skil­greint í deili­skipu­lag­inu.

Leik­völl­ur í Klapp­ar­hlíð

Breyt­ing­in fel­ur í sér að skil­greina að nýju leik­völl norð­an við Klapp­ar­hlíð 13. Svæð­ið nýt­ist sem leik­völl­ur í dag en hef­ur ekki stöðu sem slík­ur í skipu­lagi. Göngustíg norð­vest­an við leik­völl er hliðrað til í átt frá bíla­stæð­um við Huldu­berg.

Upp­drætt­ir eru að­gengi­leg­ir öll­um á vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is/skipu­lagsauglys­ing­ar, en einn­ig á Upp­lýs­inga­torgi Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2. Aug­lýs­ing birt­ist í bæj­ar­blað­inu Mos­fell­ingi.

Þeir sem telja sig eiga hags­muna að gæta er gef­inn kost­ur á að gera at­huga­semd­ir við breyt­ing­ar, að­r­ir teljast sam­þykk­ir til­lög­unni. Ábend­ing­ar skulu vera skrif­leg­ar og send­ar skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eða með tölvu­pósti á skipu­lag[hja]mos.is.

At­huga­semda­frest­ur er frá 19. nóv­em­ber 2020 til 3. janú­ar 2021.

Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar
Krist­inn Páls­son

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00