Þann 12. september er von á nýjum hópi einstaklinga til Mosfellsbæjar.
Koma þeirra er hluti af flóttamannaverkefni sem er unnið í samvinnu Mosfellsbæjar, Rauða krossins og félagsmálaráðuneytisins.
Vegna þessa verður haldinn opinn kynningarfundur um áætlaða komu þeirra mánudaginn 9. september kl. 17:00 í húsnæði Rauða Krossins í Þverholti 7.
Íbúar Mosfellsbæjar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér verkefnið.
Tengt efni
Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum búsetukjarna fyrir fatlað fólk
Íbúar og starfsfólk Skálatúns boðin velkomin
Það var mikið um dýrðir þegar Mosfellsbær bauð íbúa og starfsfólk Skálatúns velkomið í þjónustu Mosfellsbæjar í blíðskaparveðri í Skálahlíðinni þann 3. júlí.
Mosfellsbær tekur við starfsemi Skálatúns og ríkið kemur að uppbyggingu fyrir börn og fjölskyldur í Skálatúni í Mosfellsbæ
Fimmtudaginn 25. maí var undirritaður samningur um að Mosfellsbær taki alfarið að sér að annast og þróa áfram þjónustu við íbúa Skálatúns en í dag búa þar 33 einstaklingar.