Þann 12. september er von á nýjum hópi einstaklinga til Mosfellsbæjar.
Koma þeirra er hluti af flóttamannaverkefni sem er unnið í samvinnu Mosfellsbæjar, Rauða krossins og félagsmálaráðuneytisins.
Vegna þessa verður haldinn opinn kynningarfundur um áætlaða komu þeirra mánudaginn 9. september kl. 17:00 í húsnæði Rauða Krossins í Þverholti 7.
Íbúar Mosfellsbæjar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér verkefnið.