Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. október 2023

Vega­gerð­in, í sam­vinnu við Reykja­vík­ur­borg, vinn­ur að und­ir­bún­ingi Sunda­braut­ar frá Sæ­braut að Kjal­ar­nesi.

Markmið fram­kvæmd­ar­inn­ar er að bæta sam­göng­ur fyr­ir alla ferða­máta, dreifa um­ferð og bæta teng­ing­ar við og inn­an höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, stytta akst­urs­leið­ir og ferða­tíma og minnka þann­ig út­blást­ur og meng­un. Áætl­að­ur fram­kvæmda­tími er 2026-2031. Fram­kvæmd­in verð­ur boð­in út sem sam­vinnu­verk­efni.

Kynn­ing­ar­fund­ur um fram­kvæmd­ina verð­ur hald­inn í sal Fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ, Bjark­ar­holti 35, fimmtu­dag­inn 12. októ­ber kl. 18:00 – 19:15.

Á fund­in­um munu full­trú­ar Vega­gerð­ar­inn­ar og verk­fræði­stof­unn­ar EFLU kynna fyr­ir­hug­aða fram­kvæmd ásamt áhersl­um í kom­andi um­hverf­is­mati. Til skoð­un­ar eru val­kost­ir á legu Sunda­braut­ar auk teng­inga við byggð og at­vinnu­starf­semi.

Frek­ari upp­lýs­ing­ar er að finna á skipu­lags­gatt.is

Opið er fyr­ir um­sagn­ir og at­huga­semd­ir til 19. októ­ber 2023.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00