Kynning á deiliskipulagslýsingu: Ævintýragarður í Mosfellsbæ, deiliskipulag. Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar deiliskipulagslýsingu skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Kynning á deiliskipulagslýsingu: Ævintýragarður í Mosfellsbæ, deiliskipulag.
Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar deiliskipulagslýsingu skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Fyrir gerð deiliskipulags sem afmarkast af Vesturlandsvegi til austurs, Köldukvísl til norðurs að meðtöldum Suðureyrum og mörkum aðliggjandi deiliskipulaga til suðurs; íþróttasvæðis við Varmá, Varmárskólasvæðis og hesta íþróttasvæðis á Varmárbökkum. Tunguvegur liggur í gegnum deiliskipulagssvæðið og skiptir svæðinu í tvo hluta. Svæði fyrir áætlaðan ævintýragarð er u.þ.b. 68,3 ha. að stærð.
Megin viðfangsefni við deiliskipulagsgerðina er m.a. að móta heildstætt skipulag fyrir garðinn, styrkja tengingu byggðar við útivistarsvæðið og ákvarða og skilgreina legu helstu vegtenginga og göngu-, hjóla- og reiðleiða um svæðið. Einnig að afmarka og skilgreina svæðið eftir nýtingu þess og verndun og að tryggja verndarsvæði og vatnasvæði Varmár.
Í deiliskipulagslýsingu kemur lögum samkvæmt fram hvaða áherslur sveitarstjórn hefur við skipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli s.s. um kynningu og samráð gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum. Þeir sem vilja kynna sér málið nánar vinsamlegast hafið samband við skipulagsfulltrúa.
Athugasemdum og ábendingum varðandi lýsinguna skal skila skriflega til þjónustuversins eða til undirritaðs eigi síðar en 23. apríl 2019.
26. mars 2019
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Tengt efni
Grenndarkynning á umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við atvinnuhúsnæði að Flugumýri 6
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 3. maí 2023 sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, byggingarleyfisumsókn eigenda atvinnuhúsnæðis að Flugumýri 6, 0104.
Nýjar deiliskipulagsáætlanir - Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar
Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagsáætlunum:
Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar vegna aukinna byggingaheimilda í íbúðarbyggð 330-Íb, Háeyri
Skipulagsstofnun staðfesti 28. mars 2023 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, sem samþykkt var í bæjarstjórn Mosfellsbæjar þann 1. mars 2023.