Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. nóvember 2017

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með til kynn­ing­ar verk­efn­is­lýs­ingu skv. 30. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010: Breyt­ing á land­notk­un á Hólms­heiði.

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með til kynn­ing­ar verk­efn­is­lýs­ingu skv. 30. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010: Breyt­ing á land­notk­un á Hólms­heiði.

Breyt­ing­in felst í að af­marka og móta stefnu um nýtt at­hafna­svæði við Sól­heima­kot á Hólms­heiði þar sem heim­ilt verði að byggja upp og þróa græna, orku­freka starf­semi, eins og gagna­ver. Svæð­ið er aust­an við Hafra­vatns­veg, skammt frá fang­els­inu á Hólms­heiði og er í gild­andi Að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 skil­greint sem óbyggt svæði og fjar­svæði vatns­vernd­ar. Í ná­grenni þess er einn­ig frí­stunda­byggð og stök frí­stunda­hús sam­kvæmt að­al­skipu­lagi.

Í verk­efna­lýs­ingu kem­ur lög­um sam­kvæmt fram hvaða áhersl­ur sveit­ar­stjórn hef­ur við skipu­lags­gerð­ina og upp­lýs­ing­ar um for­send­ur og fyr­ir­liggj­andi stefnu og fyr­ir­hug­að skipu­lags­ferli, s.s. um kynn­ingu og sam­ráð gagn­vart íbú­um og öðr­um hags­muna­að­il­um. Þeir sem vilja kynna sér mál­ið nán­ar vin­sam­leg­ast haf­ið sam­band við skipu­lags­full­trúa.

At­huga­semd­um og ábend­ing­um varð­andi lýs­ing­una má skila til þjón­ustu­vers­ins eða til und­ir­rit­aðs og er æski­legt að þær ber­ist fyr­ir lok nóv­em­ber 2017.

18. nóv­em­ber 2017
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00