Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. september 2021

Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar fer yfir helstu breyt­ing­ar skipu­lags­ins og út­skýr­ir skipu­lags­gögn í kynn­ingu.

Mos­fells­bær hef­ur aug­lýst breyt­ingu deili­skipu­lags, skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, í sam­ræmi við sam­þykkt bæj­ar­ráðs 15. júní 2021.

Deili­skipu­lags­breyt­ing­in fel­ur í sér end­ur­skoð­un og upp­færslu skipu­lags af íbúð­ar­hverfi Leir­vogstungu þar sem um er að ræða skoð­un á stíg­um, göt­um og lóð­um.

Krist­inn Páls­son, skipu­lags­full­trúi, fer yfir helstu breyt­ing­ar skipu­lags­ins og út­skýr­ir skipu­lags­gögn í kynn­ingu (mynd­band). Kynn­ing skipu­lags­ins er í sam­ræmi við 5.6.1. gr. í skipu­lags­reglu­gerð nr. 90/2013.

At­huga­semda­frest­ur er frá 26. ág­úst til og með 10. októ­ber 2021.

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar, ásamt helstu upp­lýs­ing­um um send­anda, og senda skal þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bær, eða í tölvu­pósti á skipu­lag[hja]mos.is.

Al­geng­ar spurn­ing­ar og svör

Eft­ir­far­andi eru al­geng­ar spurn­ing­ar sem um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar hafa borist vegna aug­lýstr­ar til­lögu að breyttu deili­skipu­lagi í Leir­vogstungu­hverfi.

Þurfa lóð­ar­haf­ar í hverf­inu að taka við auka lóð?
Nei, nýj­ar lóð­ir eru val­kvæð við­bót hvers og eins. Hana má einn­ig taka að hluta til eða heild.

Eru komn­ar stærð­ir á lóð­irn­ar?
Um­hverf­is­svið er með á upp­drætti það svæði sem hægt er að láta að hendi. Gögn í kynn­ingu eru ekki málsett að svo stöddu.

Hvað mun stækk­un­in kosta?
Ekki hef­ur ver­ið ákveð­in fast­ur kostn­að­ur vegna stækk­un­ar. Eins og fram kem­ur í grein­ar­gerð verð­ur slíkt unn­ið með bæj­ar­ráði síð­ar. Fyrsta skref breyt­ing­ar er að kynna hug­mynd­ir í sam­ræmi við vænt­ing­ar og er­indi mar­gra íbúa í hverf­inu. Renta get­ur hugs­an­lega tek­ið mið af sam­þykkt­um sveit­ar­fé­lags­ins um lóða­leigu.

Eru mögu­leik­ar að fá frek­ari stækk­an­ir en lagt er til?
Hægt er að senda inn at­huga­semd­ir við kynnta til­lögu séu íbú­ar með að­r­ar eða betri ábend­ing­ar um hvar megi bæta við eða breyta hug­mynd­um Mos­fells­bæj­ar um við­bót­ar­lóð­ir.

Má setja skúr á lóð­ars­tækk­un­ina?
Skúr­ar og öll önn­ur jarð­föst mann­virki verða að vera inn­an nú­ver­andi lóð­ar sem til­heyr­ir húsi. Nýj­ar lóð­ir eru fyrst og fremst hugs­að­ar sem græn­ir garð­ar með minni­hátt­ar tækj­um eins og trampólíni, leik­tækj­um fyr­ir börn eða gróð­ur­köss­um. Var­an­leg­ar fram­kvæmd­ir eru óheim­il­ar.

Hvað má gera há girð­ing­ar á lóð­ar­mörk­um?
Á lóða­mörk­um mega girð­ing­ar vera 80 cm háar án að­komu eða sam­þykk­is sveit­ar­fé­lags. Ell­egar þarfn­ast sam­þykk­is ná­granna. Nán­ar er fjallað um þetta í skil­mál­um.

Hvern­ig eru há­vax­in og lág­vax­in tré skil­greind?
Í þessu til­felli, sem og mörg­um öðr­um um lóða­frág­ang, er ver­ið að vísa til ákvæða bygg­ing­ar­reglu­gerð­ar nr. 112/2010, 7.2.2. gr. Ekki er um að ræða sér­stak­ar teg­und­ir eða við­mið. Ábend­ing í reglu­gerð er að fjar­lægð frá lóða­mörk­um skuli nema hæð við­kom­andi hlut­ar. Há­vax­inn gróð­ur skal því vera 4 m frá lóða­mörk­um, því gróð­ur sem get­ur náð þeirri hæð eða meira. Með lægri gróð­ur stend­ur í reglu­gerð með­al ann­ars: „Sé trjám eða runn­um plantað við lóð­ar­mörk samliggj­andi lóða skal hæð þeirra ekki verða meiri en 1,80 m, nema lóð­ar­haf­ar beggja lóða séu sam­mála um ann­að.”

Hvað merk­ir „óaft­ur­kræft mann­virki“?
Mann­virki eru skil­greind með eft­ir­far­andi hætti í lög­um um mann­virki nr. 160/2010. „Mann­virki: Hvers kon­ar jarð­föst, mann­gerð smíð, svo sem hús og að­r­ar bygg­ing­ar eða skýli, […]” Þann­ig er átt við allt sem ekki er með auð­veld­um hætti að færa til eða fjar­lægja án veru­legs kostn­að­ar þurfi sveit­ar­fé­lag­ið kröfu um slíkt, vegna ein­hverra til­fallandi ástæðna. Óaft­ur­kræft er því það sem kall­ar á veru­leg­an kostn­að eða fyr­ir­höfn að fjar­lægja. Þá er helst um að ræða steypt mann­virki.

Hvað merk­ir „grænn“ yf­ir­borðs­frá­gang­ur?
Grænn yf­ir­borðs­frá­gang­ur er jafn­an torf eða gras á með­an grár yf­ir­borðs­frá­gang­ur er jafn­an möl, steypa, hell­ur eða mal­bil. Tré eða blóm geta fylgt græn­um yf­ir­borðs­frá­gangi.

Hvað merk­ir að „slétta“ lóð­ina?
Heim­ilt er að vinna land­mót­un þeg­ar um er að ræða minni­hátt­ar hæða­mis­mun á lóð. Það er til þess að íbú­ar geti nýtt þessi svæði bet­ur og því ekki ólík­legt að víða þurfi að tengja hæð­ir við aðliggj­andi lóð með ein­hverj­um hætti. Í slík­um til­vik­um gæti átt sér stað sam­tal við sveit­ar­fé­lag­ið.

Væri hægt að koma fyr­ir stæði fyr­ir ferða­vagna/hjól­hýsi í hverf­inu?
Markmið þess­ar­ar breyt­ing­ar er ekki að bæta við slík­um bíla­stæð­um. Eig­end­ur slíkra öku­tækja eiga sjálf­ir að finna slíku stað og helst inn­an lóð­ar/inn­keyrslu við sína hús­eign. Mik­il­vægt er að slík­ur bún­að­ur hindri ekki sýn veg­far­enda séu þeir ná­lægt götu.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00