Í hádeginu í dag, fimmtudaginn 6. maí, var tilkynnt um nýtt nafn á eldri deild Varmárskóla.
Efnt var til nafnasamkeppni á þennan skóla sem 7. – 10. bekkur tilheyrir og fékk skólinn nafnið Kvíslarskóli.
Þann 1. ágúst verður Varmárskóla skipt í tvo skóla og mun Varmárskólanafnið fylgja yngri deildinni og því varð að finna nýtt nafn á eldri deild núverandi Varmárskóla.
Skipuð var nafnanefnd til að vinna úr tillögum að nafni og leggja til við bæjarráð þá tillögu sem varð hlutskörpust. Í nafnanefndinni voru Bjarki Bjarnason, bæjarfulltrúi V-lista og Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi S-lista, sem fulltrúar bæjarstjórnar, Birgir D. Sveinsson, fyrrverandi skólastjóri sem fulltrúi samfélagsins, Margrét Lára Höskuldsdóttir sem fulltrúi starfsmanna skólans og Ásta Kristbjörnsdóttir sem fulltrúi nemenda. Þórhildur Elvarsdóttir, skólastjóri Varmárskóla, var ritari nafnanefndarinnar.
Góð þátttaka var í samkeppninni og alls bárust 68 tillögur að nýju nafni. Nafnanefndin setti sér starfsreglur og fundaðir tvisvar sinnum. Að lokum stóð eitt nafn eftir, Kvíslarskóli, en sjö tillögur bárust þar sem þetta nafn var lagt til og komu þær frá 7. GÁS og 10. KÁ í Varmárskóla, Ragnheiði Ríkharðsdóttur, Óðni Pétri Vigfússyni, Einari Jóhannessyni, Jóhönnu Magnúsdóttur og Krista Glan.
Tengt efni
Flipp flopp dagar í Kvíslarskóla
Nemendur úr skólum Mosfellsbæjar í verðlaunasætum í stærðfræðikeppni grunnskólanna
Hópur nemenda úr Kvíslarskóla og Lágafellsskóla tók þátt í stærðfræðikeppni grunnskólanna sem haldin var í Borgarholtsskóla.
Samningar um glugga og innréttingar í Kvíslarskóla
Í dag var skrifað undir samninga um glugga og innréttingar í Kvíslarskóla og nemur upphæðin samtals um 450 mkr.