Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. maí 2021

Í há­deg­inu í dag, fimmtu­dag­inn 6. maí, var til­kynnt um nýtt nafn á eldri deild Varmár­skóla.

Efnt var til nafna­sam­keppni á þenn­an skóla sem 7. – 10. bekk­ur til­heyr­ir og fékk skól­inn nafn­ið Kvísl­ar­skóli.

Þann 1. ág­úst verð­ur Varmár­skóla skipt í tvo skóla og mun Varmár­skól­a­nafn­ið fylgja yngri deild­inni og því varð að finna nýtt nafn á eldri deild nú­ver­andi Varmár­skóla.

Skip­uð var nafna­nefnd til að vinna úr til­lög­um að nafni og leggja til við bæj­ar­ráð þá til­lögu sem varð hlut­skörp­ust. Í nafna­nefnd­inni voru Bjarki Bjarna­son, bæj­ar­full­trúi V-lista og Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi S-lista, sem full­trú­ar bæj­ar­stjórn­ar, Birg­ir D. Sveins­son, fyrr­ver­andi skóla­stjóri sem full­trúi sam­fé­lags­ins, Mar­grét Lára Hösk­ulds­dótt­ir sem full­trúi starfs­manna skól­ans og Ásta Krist­björns­dótt­ir sem full­trúi nem­enda. Þór­hild­ur Elvars­dótt­ir, skóla­stjóri Varmár­skóla, var rit­ari nafna­nefnd­ar­inn­ar.

Góð þátttaka var í sam­keppn­inni og alls bár­ust 68 til­lög­ur að nýju nafni. Nafna­nefnd­in setti sér starfs­regl­ur og fund­að­ir tvisvar sinn­um. Að lok­um stóð eitt nafn eft­ir, Kvísl­ar­skóli, en sjö til­lög­ur bár­ust þar sem þetta nafn var lagt til og komu þær frá 7. GÁS og 10. KÁ í Varmár­skóla, Ragn­heiði Rík­harðs­dótt­ur, Óðni Pétri Vig­fús­syni, Ein­ari Jó­hann­es­syni, Jó­hönnu Magnús­dótt­ur og Krista Glan.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00