Eins og komið hefur fram munu á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks standa fyrir Kvennaverkfalli og konur og kvár sem það geta leggja niður störf.
Verkfallið mun hafa áhrif á þjónustu á vegum bæjarins, en þjónusta sem snýr að velferð og öryggi fólks verður tryggð. Sundlaugar bæjarins sem áður hafði verið auglýst að yrðu opnar verða lokaðar þennan dag.
Stjórnendur grunnskóla, leikskóla, frístundar og tónlistarskóla miðla upplýsingum til hluteigandi um fyrirkomulag á hverjum stað fyrir sig.
- Bóksafn Mosfellsbæjar verður eingöngu opið fyrir sjálfsafgreiðslu
- Sundlaugar verða lokaðar
- Íþróttamiðstöðvar verða opnar fyrir æfingar á ábyrgð þjálfara og íþróttafélög miðla sjálf upplýsingum varðandi æfingar þennan dag
- Gestir World Class (WC) í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli geta nýtt þjónustu fyrirtækisins og búningsklefa WC
- Bæjarskrifstofur verða opnar
Þess má geta að hlutfall kvenna og kvár meðal starfsfólks hjá Mosfellsbæ er um 75%. Mosfellsbær gerir allt til þess að konur og kvár sem þess óska geti tekið þátt í kvennaverkfalli í samráði við sína stjórnendur.