Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. október 2023

Eins og kom­ið hef­ur fram munu á fjórða tug sam­taka kvenna, hinseg­in fólks og launa­fólks standa fyr­ir Kvenna­verk­falli og kon­ur og kvár sem það geta leggja nið­ur störf.

Verk­fall­ið mun hafa áhrif á þjón­ustu á veg­um bæj­ar­ins, en þjón­usta sem snýr að vel­ferð og ör­yggi fólks verð­ur tryggð. Sund­laug­ar bæj­ar­ins sem áður hafði ver­ið aug­lýst að yrðu opn­ar verða lok­að­ar þenn­an dag.

Stjórn­end­ur grunn­skóla, leik­skóla, frí­stund­ar og tón­list­ar­skóla miðla upp­lýs­ing­um til hluteig­andi um fyr­ir­komu­lag á hverj­um stað fyr­ir sig.

  • Bók­safn Mos­fells­bæj­ar verð­ur ein­göngu opið fyr­ir sjálfsaf­greiðslu
  • Sund­laug­ar verða lok­að­ar
  • Íþróttamið­stöðv­ar verða opn­ar fyr­ir æf­ing­ar á ábyrgð þjálf­ara og íþrótta­fé­lög miðla sjálf upp­lýs­ing­um varð­andi æf­ing­ar þenn­an dag
  • Gest­ir World Class (WC) í Íþróttamið­stöð­inni Lága­felli geta nýtt þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins og bún­ings­klefa WC
  • Bæj­ar­skrif­stof­ur verða opn­ar

Þess má geta að hlut­fall kvenna og kvár með­al starfs­fólks hjá Mos­fells­bæ er um 75%. Mos­fells­bær ger­ir allt til þess að kon­ur og kvár sem þess óska geti tek­ið þátt í kvenna­verk­falli í sam­ráði við sína stjórn­end­ur.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

 

net­spjall

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00