Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. október 2015

Kvenna­kirkj­an leið­ir guðs­þjón­ustu í Mos­fells­kirkju sunnu­dag­inn 25. októ­ber kl. 11:00.

Til­efn­ið er tví­þætt, Mos­fells­kirkja held­ur uppá 50 ára af­mæli sitt á þessu ári og öld er lið­in frá því að kon­ur fengu kosn­inga­rétt. Að guðs­þjón­ustu lok­inni flyt­ur Guð­rún Ásmunds­dótt­ir, leik­kona, leik­þátt um hina merku konu Ólafía Jó­hanns­dótt­ir sem fædd var á Mos­felli 1863, og kom m.a. við sögu sem bar­áttu­kona þess mál­efn­is.

Að­al­heið­ur Þor­steins­dótt­ir tón­list­ar­stjóri Kvenna­kirkj­unn­ar leið­ir tón­list­ina. Sr. Arndís Linn prest­ur Kvenn­kirkj­unn­ar pré­dik­ar og kon­ur Kvenna­kirkj­unn­ar taka þátt.

Að at­höfn og leik­þætti lokn­um býð­ur Lága­fells­sókn í kaffi í Reykja­dal. Ver­ið öll hjart­an­lega vel­komin.

Sunnu­daga­skóli er að venju í Lága­fells­kirkju kl. 13:00. Um­sjón hafa Hreið­ar Örn og Ragn­ar Jóns­son.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00