Kvennakirkjan leiðir guðsþjónustu í Mosfellskirkju sunnudaginn 25. október kl. 11:00.
Tilefnið er tvíþætt, Mosfellskirkja heldur uppá 50 ára afmæli sitt á þessu ári og öld er liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Að guðsþjónustu lokinni flytur Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, leikþátt um hina merku konu Ólafía Jóhannsdóttir sem fædd var á Mosfelli 1863, og kom m.a. við sögu sem baráttukona þess málefnis.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir tónlistarstjóri Kvennakirkjunnar leiðir tónlistina. Sr. Arndís Linn prestur Kvennkirkjunnar prédikar og konur Kvennakirkjunnar taka þátt.
Að athöfn og leikþætti loknum býður Lágafellssókn í kaffi í Reykjadal. Verið öll hjartanlega velkomin.
Sunnudagaskóli er að venju í Lágafellskirkju kl. 13:00. Umsjón hafa Hreiðar Örn og Ragnar Jónsson.
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.