Miðvikudaginn 18. október fékk Krikaskóli skemmtilega heimsókn frá Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Skólinn var dreginn út og fékk þessa atvinnutónlistarmenn í heimsókn.
Sinfóníuhljómsveit Íslands heimsótti sex grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu þessa vikuna og lék létt og skemmtileg verk. Öflugt og fjölþætt fræðslustarf er mikilvægur þáttur í starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hefur verið allt frá stofnun hennar.
Skólatónleikar, skólaheimsóknir og leiðsögn nemendahópa er fastur liður í starfsemi hljómsveitarinnar sem leggur ríka áherslu á að vera í góðum tengslum við samfélagið.
Tengt efni
Vetrarfrí í Mosfellsbæ 2024
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.