Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. janúar 2010

Komdu út  er göngu­verk­efni þar sem skát­arn­ir í Mos­fells­bæ hvetja fjöl­skyld­ur til að koma út í smá göngu­túr til að anda að sér fersku lofti og hreyfa sig. Ekki er verra að fé­lags­skap­ur­inn er alltaf ákaf­lega góð­ur.

Nú er kom­ið að fyrstu ferð­inni þetta árið en við hitt­umst alltaf kl. 10:00 við skáta­heim­ili Mosverja. Lagt er af stað á bíl­um (öll fá far), upp að bíla­stæði við Reyki. Það­an er labbað upp Húsa­dal og upp á Reykja­fell­ið. Svo gæti far­ið að gang­an fari alla leið að rúst­um sem eru þarna af gömlu seli. Áætluð heim­koma um kl. 13:00.

Tak­ið nú fram útigall­ann og göng­um sam­an. Það þarf ekki að vera Mosverji til að taka þátt.

Það geta öll ver­ið með og öll eru vel­komin!

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00