Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. mars 2023

Kalka sorpeyð­ing­ar­stöð fyr­ir hönd sveit­ar­fé­lag­anna á Suð­ur­nesj­um, og SORPA hafa ákveð­ið að standa sam­an að því að sam­ræma sorp­hirðu­kerfi á Suð­ur­nesj­um og höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Þetta þýð­ir að sama flokk­un­ar­kerfi verð­ur við öll heim­ili í sveit­ar­fé­lög­un­um ell­efu á starfs­svæð­um Kölku og SORPU. Með þessu verð­ur flokk­un­ar­kerfi ríf­lega 70% lands­manna sam­ræmt.

Nýja fjög­urra flokka sorp­hirðu­kerf­ið, þar sem mat­væl­um, plasti, papp­ír, og blönd­uð­um úr­gangi verð­ur safn­að sér­stak­lega, bygg­ir á lög­um um hringrás­ar­hag­kerfi og tóku gildi í upp­hafi þessa árs. Stefnt er að því að hefja inn­leið­ingu á nýja kerf­inu í maí og að inn­leið­ingu verði lok­ið í haust.

SORPA og Kalka sam­nýta GAJU og brennslu­stöð­ina í Helgu­vík

Sam­st­arf Kölku og SORPU við ráð­stöf­un úr­gangs hef­ur ver­ið að aukast á síð­ustu miss­er­um og mun aukast enn frek­ar á kom­andi árum. Fé­lög­in hafa náð sam­an um að all­ar sérsafn­að­ar mat­ar­leif­ar sem safn­ast á starfs­svæði Kölku verði send­ar til með­höndl­un­ar í GAJU, gas- og jarð­gerð­ar­stöð SORPU, enda óheim­ilt að farga sér­söfn­uð­um end­ur­vinnslu­efn­um á borð við mat­ar­leif­um með brennslu.
Fé­lög­in hafa einn­ig ákveð­ið að til­tekn­ir úr­gangs­flokk­ar sem safn­ast hjá SORPU verði send­ir til með­höndl­un­ar í brennslu­stöð Kölku í Helgu­vík.

Jón Viggó Gunn­ars­son er fram­kvæmda­stjóri SORPU: „Við erum gríð­ar­lega ánægð með þá traustyf­ir­lýs­ingu sem við upp­lif­um þetta sam­st­arf vera. Bæði fel­ur þetta í sér að nýtt flokk­un­ar­kerfi, sem starfs­menn allra sveit­ar­fé­lag­anna á starfs­svæði SORPU, starfs­menn SORPU og SSH unnu í sam­ein­ingu, nýt­ur trausts utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Að sama skapi er mik­ill sam­eig­in­leg­ur ávinn­ing­ur fyr­ir íbúa þessa svæð­is að nýta þá sam­fé­lags­legu inn­viði sem GAJA og brennslu­stöðin í Helgu­vík eru. GAJA er í raun eina leið­in sem í boði er til að með­höndla mat­ar­leif­ar á suð­vest­ur­horn­inu eft­ir þær laga­breyt­ing­ar sem tóku gildi um ára­mót­in og brennsl­an í Helgu­vík er góð lausn á ýms­um áskor­un­um SORPU.“

Stein­þór Þórð­ar­son er fram­kvæmda­stjóri Kölku: „Þetta sam­st­arf er mik­ils virði fyr­ir okk­ur. Að fá að und­ir­búa svona viða­mikl­ar breyt­ing­ar í sam­starfi við stærstu að­il­ana á mark­aðn­um fel­ur í sér mik­inn ávinn­ing fyr­ir okk­ur hér á Suð­ur­nesj­um. Við í Kölku höf­um ekki mannskap í að hugsa og hanna all­ar út­færsl­ur á þessu frá grunni. Það var því ótalmargt sem mælti með því að gera þetta í góðu sam­starfi. Gleym­um ekki að það hef­ur ver­ið ákall frá íbú­um að flokk­un sé sam­ræmd yfir land­ið allt. Það var því auð­veld ákvörð­un fyr­ir okk­ur að svara því kalli íbúa og vinna þétt með höf­uð­borg­ar­svæð­inu að þess­um breyt­ing­um. Sú stað­reynd að SORPA kem­ur héð­an í frá til með að nýta okk­ar inn­viði í Helgu­vík sýn­ir einn­ig fram á mik­il­vægi þess að að­il­ar í þess­um geira vinni sam­an og njóti góðs af styrk­leik­um hvers ann­ars. Þetta sam­st­arf er svo í góðu sam­ræmi við sam­eig­in­lega svæð­isáætlun sorpsam­lag­anna á suð­vest­ur­horn­inu sem var und­ir­rit­uð í des­em­ber í fyrra.“

Upplýsingar um fjögurra flokka sorphirðukerfið:

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00