Hljómsveitin Kaleo heldur stórtónleika fyrir bæjarbúa í Hlégarði laugardaginn, 20. desember.
Húsið opnar kl. 15:00 og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og aldurstakmark er 18 ára. Sala á aðgöngumiðum verða í Hlégarði á laugardaginn frá kl. 15:00
Athugið takmarkað magn af miðum og gildir fyrstir koma fyrstir fá.
Hljómsveitin VIO úr Mosfellsbæ hitar upp mannskapinn en þeir unnu Músíktilraunir fyrr á þessu ári.
Miðahappadrætti á stórtónleika Kaleo í Hlégarði
Mosfellingur og Mosfellsbær gáfu hvorki meira né minna en 30 miða á þennan stórviðburð bæjarlistamannanna í Mosfellsbæ. Dregið var út 17. desember (15×2 miðar) og unnu eftirtaldir aðilar:
- Margrét Dögg Halldórsdóttir
- Atli Viðar Bragason
- Halldóra Sif Guðlaugsdóttir
- Björn Ingi Ragnarsson
- Brynjar Viggósson
- Ellý Björnsdóttir
- Jón Sveinbjörn Jónsson
- Ruth Þórðar
- Hildur Axelsdóttir
- Skúli Ármannsson
- Linda Björk Stefánsdóttir
- Oddrún Ýr Sigurðardóttir
- Elín Karitas Bjarnadóttir
- Unnur Ósk Haraldsdóttir
- Axel Þór Axelsson