Jólatrjáasala Skógræktarfélags Mosfellsbæjar er opin í Hamrahlíðinni við Vesturlandsveg til jóla.
Virka daga er opið frá kl. 12-16 og um helgar frá kl. 10-16.
Hægt er að fara í skóinn og saga sjálf(ur) tré en einnig verða til söguð tré á staðnum.
Til sölu eru:
- lifandi tré í pottum
- höggvin tré í öllum stærðum
- útlitsgölluð tré (veggtré)
- gjafabréf
Um helgar koma jólasveinar í skóginn kl. 14.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos