Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. desember 2023

Jóla­tréð á mið­bæj­ar­torgi var tendrað síð­ast­lið­inn laug­ar­dag að við­stödd­um fjölda íbúa sem létu sig ekki vanta frek­ar en fyrri ár.

Skóla­hljóm­sveit­in hit­aði upp, börn úr for­skóla Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar og úr barnakór Lága­fells­kirkju fluttu nokk­ur lög. Þau Embla Markús­dótt­ir og Auð­unn Þór B. Adri­ans­son úr leik­skól­an­um Höfða­bergi að­stoð­uðu Höllu Kar­eni Kristjáns­dótt­ur formann bæj­ar­ráðs við að kveikja á jóla­trénu. Mos­fell­ing­ur­inn og söng­kon­an Stef­anía Svavars söng jóla­lög og jóla­svein­ar döns­uðu með börn­un­um kring­um jóla­tréð. Fjöl­marg­ir færðu sig að þessu loknu inn í Kjarna þar sem var kakó og vöfflu­sala, köku­ba­s­ar Kven­fé­lags­ins og Hamra­hlíð vinna og virkni (Skála­tún) seldi hand­verk auk þess sem Mos­fell­skór­inn söng nokk­ur lög.

Það er því ekki hægt að segja ann­að en að sann­kölluð jólagleði hafi ver­ið ríkj­andi í Mos­fells­bæ þenn­an dag eins og mynd­irn­ar gefa til kynna.

Þá stytt­ist í jóla­mark­að­inn í Hlé­garði næstu helgi og verð­ur hann 9. des­em­ber frá kl. 14:00-17:00. Öll pláss í sölu­bás­um eru nú þeg­ar uppseld og ljóst að margt áhuga­vert og spenn­andi verð­ur í boði.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00