Afturelding mun sjá um að hirða jólatré við lóðamörk íbúa miðvikudaginn 10. janúar og fimmtudaginn 11. janúar.
Íbúar geta einnig losað sig við jólatré á endurvinnslustöð Sorpu við Blíðubakka án þess að greiða fyrir það.
Gámur fyrir flugeldarusl verður staðsettur við þjónustustöð Mosfellsbæjar, Völuteigi 15, til og með 2. janúar 2024.