Þriðja árið í röð er jólatréð fyrir Miðbæjartorg sótt í Hamrahlíðarskóg.
Það var Halla Karen Kristjánsdóttir, formaður bæjarráðs, sem felldi tréð í ár með góðri hjálp frá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar og starfsfólki þjónustumiðstöðvar. Jólatréð er blágreni og rúmir 8 metrar að lengd. Það var gróðursett af Skógræktarfélaginu fyrir um 30 árum.
Ákvörðun um hvaða jólatré er valið er tekin út frá því hvaða tré þarf að grisja og í ár eru það tré sem eru farin að teygja sig í rafmagnslínuna sem liggur meðfram Skarhólabrautinni. Skógræktarfélagið gróðursetur allt að 30 tré í staðinn fyrir hvert fellt tré.
Á myndinni eru Björn Traustason formaður skógræktarfélags Mosfellsbæjar og Halla Karen Kristjánsdóttir, formaður bæjarráðs.
Ljósmynd: Hilmar Gunnarsson hjá Mosfellingi
Tengt efni
Jólatréð fyrir miðbæjartorg úr heimabyggð
Fjórða árið í röð er jólatréð fyrir miðbæjartorg sótt í Hamrahlíðarskóg.
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar
Mosfellsbær efstur á lista yfir spennandi ferðamannastaði á Íslandi