Skógræktarfélag Mosfellsbæjar opnar Jólaskóginn í Hamrahlíð laugardaginn 11. desember kl. 13:00.
Jólatrjáasalan er fyrir löngu orðinn fastur liður í undirbúningi jólanna hjá mörgum íbúum Mosfellsbæjar og nærsveitunga. Það er skemmtileg hefð að skunda í skóginn og velja sér fallegt tré.
Á laugardaginn koma jólasveinar í heimsókn, Mosfellskórinn syngur og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri fellir fyrsta tréð. Þá verður boðið upp á skógarkaffi og heitt súkkulaði.
Í skóginum má finna skemmtilegar gönguleiðis og tilvalið að eiga notalega fjölskyldustund á aðventunni.
Jólaskógurinn í Hamrahlíð er hlíðum Úlfarsfells og staðsettur við Vesturlandsveg á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Með kaupum á jólatrjám er stutt við starf Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, en mest af starfsemi félagsins er unnið í sjálfboðavinnu. Hluti af ágóða jólatrjáasölunnar er nýttur til að gróðursetja allt að 30 tré fyrir hvert selt tré. Með kaupum á mosfellskum jólatrjám er því verið að stuðla að aukinni skógrækt innan Mosfellsbæjar. Jólaskógurinn er því sjálfbær, það bætast fleiri tré við en eru tekin út.