Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. desember 2021

Skóg­rækt­ar­fé­lag Mos­fells­bæj­ar opn­ar Jóla­skóg­inn í Hamra­hlíð laug­ar­dag­inn 11. des­em­ber kl. 13:00.

Jóla­trjáa­sal­an er fyr­ir löngu orð­inn fast­ur lið­ur í und­ir­bún­ingi jól­anna hjá mörg­um íbú­um Mos­fells­bæj­ar og nærsveit­unga. Það er skemmti­leg hefð að skunda í skóg­inn og velja sér fal­legt tré.

Á laug­ar­dag­inn koma jóla­svein­ar í heim­sókn, Mos­fell­skór­inn syng­ur og Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri fell­ir fyrsta tréð. Þá verð­ur boð­ið upp á skóg­arkaffi og heitt súkkulaði.

Í skóg­in­um má finna skemmti­leg­ar göngu­leið­is og til­val­ið að eiga nota­lega fjöl­skyld­u­stund á að­vent­unni.

Jóla­skóg­ur­inn í Hamra­hlíð er hlíð­um Úlfars­fells og stað­sett­ur við Vest­ur­lands­veg á milli Mos­fells­bæj­ar og Reykja­vík­ur. Með kaup­um á jóla­trjám er stutt við starf Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar, en mest af starf­semi fé­lags­ins er unn­ið í sjálf­boða­vinnu. Hluti af ágóða jóla­trjáa­söl­unn­ar er nýtt­ur til að gróð­ur­setja allt að 30 tré fyr­ir hvert selt tré. Með kaup­um á mos­fellsk­um jóla­trjám er því ver­ið að stuðla að auk­inni skóg­rækt inn­an Mos­fells­bæj­ar. Jóla­skóg­ur­inn er því sjálf­bær, það bæt­ast fleiri tré við en eru tek­in út.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00