Laugardaginn 26. nóvember verða ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar kl. 16:00 á Miðbæjartorginu.
Skólakór ásamt Skólahljómsveit spila fyrir gesti og gangandi. Jólasveinar koma í heimsókn að venju. Afturelding sér um kakó, kaffi og vöfflusölu.