Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. desember 2023

Jóla­ljós­in í garð­in­um við Hlé­garð voru tendr­uð í tengsl­um við op­inn fund menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar sem hald­inn var í Hlé­garði 28. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Þessa dag­ana er unn­ið að því að koma fal­lega bæn­um okk­ar í jóla­bún­ing og hluti af því er tendr­un jóla­trés­ins á mið­bæj­ar­torgi laug­ar­dag­inn 2. des­em­ber.

Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar spil­ar inn í Kjarna frá kl. 15:30. Dagskrá á Mið­bæj­ar­torg­inu hefst kl. 16:00. Barnakór Lága­fells­sókn­ar syng­ur, börn úr for­skóla­deild Lista­skól­ans koma fram og söng­kon­an Stef­anía Svavars­dótt­ir syng­ur. Gera má ráð fyr­ir að ein­hverj­ir jóla­svein­anna komi ofan úr Esju þenn­an dag til að dansa í kring­um tréð með börn­un­um.

Eft­ir að dansað hef­ur ver­ið í kring­um jóla­tréð verð­ur hald­ið inn í Kjarna þar sem Mos­fell­skór­inn mun syngja lög.

Aft­ur­eld­ing sér um sölu á heitu kakó, kaffi og vöffl­um, Hamra­hlíð vinna og virkni (vinnu­stof­ur Skála­túns) sel­ur hand­verk og Kven­fé­lag Mos­fells­bæj­ar held­ur sinn ár­lega köku­ba­s­ar.

Það er til­val­ið að koma við á leið­inni heim og skoða fal­legu jóla­ljós­in í garð­in­um við Hlé­garð.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00