Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. nóvember 2020

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og sótt­varna­lækn­ir hafa gef­ið út leið­bein­ing­ar fyr­ir jól og ára­mót.

Það sem hafa þarf í huga yfir há­tíð­arn­ar vegna COVID-19

Að­vent­an er geng­in í garð og und­ir­bún­ing­ur há­tíð­anna nær fljót­lega há­marki. Rík hefð er fyr­ir því að fólk komi sam­an og njóti sam­ver­unn­ar og alls þess sem há­tíð­arn­ar hafa upp á að bjóða. Fyr­ir mörg okk­ar verð­ur þessi tími frá­brugð­inn því sem við erum vön líkt og með ann­að á þessu ári. Samt sem áður höf­um við ýmsa mögu­leika á því að gleðj­ast sam­an. Sum­ar at­hafn­ir fela í sér meiri áhættu en að­r­ar og þess­ar leið­bein­ing­ar inni­halda ráð­legg­ing­ar um það hvern­ig gott sé að haga mál­um yfir há­tíð­arn­ar.

  • Njót­um ra­f­rænna sam­veru­stunda
  • Eig­um góð­ar stund­ir með heim­il­is­fólk­inu
  • Velj­um jóla­vini (hverja við ætl­um að hitta yfir há­tíð­arn­ar)
  • Hug­um að heils­unni og stund­um úti­vist í fá­menn­um hópi
  • Versl­um á net­inu ef hægt er
  • Ver­um til­bú­in með inn­kaupal­ista þeg­ar far­ið er að versla
  • Kaup­um mál­tíð­ir á veit­inga­stöð­um og tök­um með heim
  • Ef við finn­um fyr­ir ein­kenn­um sem bent geta til COVID-19 þá er mik­il­vægt að vera heima, fara í próf og vera í ein­angr­un þar til nið­ur­staða ligg­ur fyr­ir

Heim­boð og veit­ing­ar

  • Lát­um gesti vita um boð­ið með góð­um fyr­ir­vara svo þeir hafi tæki­færi til að fara var­lega dag­ana fyr­ir boð­ið
  • Fylgj­umst með þró­un far­ald­urs­ins
  • Virð­um fjölda­tak­mark­an­ir og tryggj­um nánd­ar­mörk og ein­stak­lings­bundn­ar smit­varn­ir
  • Forð­umst sam­skots­boð („pálínu­boð”) og hlað­borð
  • Geym­um handa­bönd, faðmlög og kossa til betri tíma
  • Hug­um að loftræst­ingu og loft­um út á með­an á boð­inu stend­ur
  • Bjóð­um upp á grím­ur ef gest­ir kjósa, þvoum hend­ur og spritt­um okk­ur reglu­lega
  • Tak­mörk­um sam­eig­in­lega snertifleti og þríf­um þá oft og reglu­lega
  • Not­um grímu og þvoum okk­ur reglu­lega um hend­ur á með­an við út­bú­um mat­inn, ber­um hann fram og göng­um frá
  • Tak­mörk­um fjölda fólks í eld­hús­inu eða þar sem mat­ur­inn er út­bú­inn og geng­ið er frá eft­ir mat­inn
  • Tak­mörk­um notk­un á sam­eig­in­leg­um áhöld­um, svo sem tertu­hníf­um, kaffi­könn­um, mjólk­ur­könn­um og svo fram­veg­is
  • Þvoum allt tau eft­ir hvert boð, svo sem dúka og tauserví­ett­ur
  • Forð­umst söng og há­vært tal, sér­stak­lega inn­an­dyra.

Gist­ing

Al­gengt er að vin­ir og/eð­afjöl­skyldu­með­lim­ir dvelji sam­an yfir há­tíð­irn­ar á sama heim­ili. Mik­il­vægt er að vera búin að gera ráð­staf­an­ir ef gest­ir og/eða heim­il­is­fólk veikjast af COVID-19 á með­an heim­sókn stend­ur. Við þurf­um að huga að sótt­kví, ein­angr­un,heilbrigðis­þjónustu og ferðalaginu heim ef um gesti er að ræða. Hvort sem við gistum að heiman eða fáum sjálf gesti yfir hátíðirnar þurfum við að huga vel að sóttvörnum, sérstaklega ef einhver er í áhættuhópi.

Líkt og á öðrum tímum þurfum við að huga að persónulegum sóttvörnum

  • Þvoum hendur reglulega
  • Virðum nálægðarmörkin
  • Loftum reglulega út
  • Notum andlitsgrímur þegar við á
  • Þrífum snertifleti reglulega

Áríðandi er að við verndum viðkvæma hópa og verndum þá yfir hátíðarnar.

Gleðilega hátíð!

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00