Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. desember 2010

Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2011 var lögð fram til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn í gær.

Megin­á­hersl­ur henn­ar eru að standa vörð um grunn- og vel­ferð­ar­þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar en jafn­framt að skila halla­laus­um rekstri.

Gert er ráð fyr­ir já­kvæðri rekstr­arnið­ur­stöðu um 14 mkr í A-hluta og 32 mkr í A- og B-hluta. Skuld­ir og skuld­bind­ing­ar í A-hluta lækka milli ára. Veltufé frá rekstri í A-hluta er 338 mkr og í A- og B-hluta 439 mkr sem er 8,6%.

Ekki er gert ráð fyr­ir nein­um óreglu­leg­um tekj­um, svo sem af sölu bygg­ing­ar­rétt­ar. Ef um sölu lóða verð­ur að ræða á ár­inu leið­ir það til auk­inna tekna bæj­ar­sjóðs.

Í áætl­un­inni er gert ráð fyr­ir yf­ir­færslu mál­efna fatl­aðra frá ríki til sveit­ar­fé­laga og eyk­ur það um­fang rekstr­ar bæj­ar­ins veru­lega.

Leitað til íbúa

Eft­ir mikla hag­ræð­ingu und­an­farin tvö ár var ljóst að þær ákvarð­an­ir sem sveit­ar­fé­lag­ið stæði frammi fyr­ir væru langt frá því auð­veld­ar. Ákvarð­an­irn­ar snú­ast ekki leng­ur um að af­leið­ing­ar þeirra megi ekki bitna á nein­um – held­ur að þær bitni á sem fæst­um, svo krefj­andi er það um­hverfi sem þessi áætlun er unn­in við.

Mos­fells­bær leit­aði til íbúa eft­ir leið­um til hag­ræð­ing­ar og var hald­inn sér­stak­ur íbúa­fund­ur um fjár­hags­áætlun. Fjöldi til­laga barst sem birt­ar hafa ver­ið á vef Mos­fells­bæj­ar og nýtt­ar voru við fjár­hags­áætl­un­ar­gerð­ina. Stór hluti þeirra til­lagna sem fram komu eru þeg­ar komn­ar í fram­kvæmd þar sem fjár­hags­áætlan­ir síð­ustu tveggja ára ein­kennd­ust af mik­illi hag­ræð­ingu í rekstri í kjöl­far efna­hags­hruns­ins 2008.

Á íbúa­fund­in­um kom fram ein­dreg­in ósk um að standa vörð um vel­ferð. Fjár­hags­áætlun 2011 ber þess vitni að eft­ir því var far­ið eins og kost­ur var. Fjár­fram­lög til  mála­flokks­ins aukast milli ára í sam­ræmi við aukna þörf á að­stoð og þjón­ustu á því sviði á með­an um tals­verða hag­ræð­ingu er að ræða á flest­um öðr­um svið­um.

Íbú­ar létu jafn­framt í ljós ósk­ir um að ekki yrði hagrætt í skóla­mál­um eða dag­vist­ar­mál­um barna. Reynt var að koma til móts við þá ósk­ir eins og frekast var unnt. Til marks um það hækk­ar út­gjöld til mála­flokks­ins um 2% á milli ára án til­liti til verð­lags­breyt­inga.

Veru­leg hag­ræð­ing­ar­krafa hef­ur ver­ið gerð á yf­ir­stjórn sveit­ar­fé­lags­ins, sem og stjórn­un­ar­deild­ir stofn­ana. Starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar tek­ur að sér auk­inn fjölda verk­efna og lagt hef­ur ver­ið áhersla á enn frek­ara sam­st­arf milli stofn­ana og deilda í því skyni að ná sem mestri hag­ræð­ingu.

Helstu áhersl­ur í fjár­hags­áætlun 2011 eru eft­ir­far­andi:

 • Að hald­ið verði áfram að byggja upp okk­ar sam­fé­lag og þjón­ustu þrátt fyr­ir erfitt ár­ferði eft­ir því sem hægt er.
 • Að standa vörð um skóla- og æsku­lýðs­st­arf og að for­gangsr­að­að verði í þágu barna og vel­ferð­ar.
 • Að veltufé frá rekstri sé já­kvætt og að af­koma bæj­ar­ins án óreglu­legra tekna verði í jafn­vægi.
 • Að sam­drætti á tekj­um verði m.a. mætt með sparn­aði og hag­ræð­ingu í rekstri og að sér­stak­lega verði hagrætt í yf­ir­stjórn og stjórn­un al­mennt, ásamt í eigna­lið­um og rekstri fast­eigna.
 • Að fram­kvæmd­ir hefj­ist við bygg­ingu nýs fram­halds­skóla í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar og hjúkr­un­ar­heim­ili að Hlað­hömr­um í sam­vinnu við rík­is­vald­ið.
 • Að sam­komulag um lækk­un launa stjórn­enda bæj­ar­ins um 3-7% gildi áfram að und­an­skild­um bæj­ar­stjóra en laun hans hafa lækkað alls um 17% skv. nýj­um ráðn­ing­ar­samn­ingi.

Dæmi um að­gerð­ir sem nauð­syn­legt verð­ur að ráð­ast í eru eft­ir­far­andi:

 • Gjald­skrár hækka um 5-10%
 • Út­svar hækk­ar úr 13,19% í 13,28%
 • Álagn­ing­arstuðl­ar fast­eigna­gjalda verða hækk­að­ir til að mæta lækk­un fast­eigna­mats
 • Heim­greiðsl­ur verða lagð­ar af.
 • Frí­stunda­á­vís­an­ir lækka úr kr. 18.000 í kr. 15.000.
 • Gjald­frjáls­um tím­ar í fimm ára deild fækk­ar úr 8 í 3.
 • Samn­ing­ar um fjár­fest­ing­ar í íþrótta­mann­virkj­um verða end­ur­skoð­að­ir, svo og styrkt­ar­samn­ing­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00