Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar gerir ráð fyrir því að árlega sé þeim einstaklingi, stofnun, fyrirtæki eða félagasamtökum í Mosfellsbæ sem hefur staðið sig best að vinna að framgangi jafnréttisáætlunarinnar veitt jafnréttisviðurkenning.
Með hliðsjón af fyrrgreindu er hér með óskað eftir tilnefningu um aðila sem til greina geta komið. Tilnefningin skal vera á rafrænu formi en einnig má skila tilnefningu til þjónustuvers Mosfellsbæjar, Þverholti 2. Tillögurnar berist í síðasta lagi 4. september nk.
Í tilnefningunni skal koma fram lýsing á því jafnréttisstarfi eða verkefni sem viðkomandi aðili hefur innt af hendi í bæjarfélaginu ásamt rökstuðningi fyrir tilnefningunni.
Viðurkenningin verður veitt á jafnréttisdegi Mosfellsbæjar þann 18. september 2009.
Tengt efni
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023 – framlengdur umsóknarfrestur
Velferðarnefnd, sem fer með hlutverk jafnréttisnefndar, auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023
Velferðarnefnd auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 22. september 2022
Haldið upp á daginn í Hlégarði kl. 15:00 – 17:00.