Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. september 2022

Íþrótta­vika Evr­ópu (Europe­an Week of Sport) er hald­in 23. – 30. sept­em­ber ár hvert í yfir 30 Evr­ópu­lönd­um.

Mark­mið­ið með Íþrótta­viku Evr­ópu er að kynna íþrótt­ir og al­menna hreyf­ingu um alla Evr­ópu og sporna við auknu hreyf­ing­ar­leysi með­al al­menn­ings.

Í Íþrótta­vik­unni verð­ur boð­ið upp á fjölda við­burða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en hægt er að sjá yf­ir­lit yfir alla við­burði á beacti­ve.is.

Mos­fells­bær, FMOS, FaMos og Aft­ur­eld­ing í sam­starfi við ÍSÍ og fleiri að­ila taka þátt í vik­unni með ýms­um við­burð­um.

25. sept­em­ber
Fjöl­skyldu­tími í íþróttamið­stöð­inni Lága­felli kl. 10:30 – 12:00.

27. sept­em­ber
FaMos býð­ur upp á prufuæf­ing­ar í Boccia og Ringó í íþróttamið­stöð­inni að Varmá kl. 13:30 – 14:30.

29. sept­em­ber
Frítt í sund í Varmár­laug.

#BeActi­ve

#BeActi­ve eru ein­kunn­ar­orð Íþrótta­viku Evr­ópu sem hald­in er í yfir 30 Evr­ópu­lönd­um vik­una 23.-30. sept­em­ber ár hvert.

Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­band Ís­lands held­ur utan um verk­efn­ið.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00