Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum.
Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.
Í Íþróttavikunni verður boðið upp á fjölda viðburða á höfuðborgarsvæðinu en hægt er að sjá yfirlit yfir alla viðburði á beactive.is.
Mosfellsbær, FMOS, FaMos og Afturelding í samstarfi við ÍSÍ og fleiri aðila taka þátt í vikunni með ýmsum viðburðum.
25. september
Fjölskyldutími í íþróttamiðstöðinni Lágafelli kl. 10:30 – 12:00.
27. september
FaMos býður upp á prufuæfingar í Boccia og Ringó í íþróttamiðstöðinni að Varmá kl. 13:30 – 14:30.
29. september
Frítt í sund í Varmárlaug.
#BeActive
#BeActive eru einkunnarorð Íþróttaviku Evrópu sem haldin er í yfir 30 Evrópulöndum vikuna 23.-30. september ár hvert.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands heldur utan um verkefnið.
Tengt efni
Fjallahjólabrautin „Flækjan“ opnuð og frisbígolfvöllurinn endurvígður
Hjólað í vinnuna 8. - 28. maí 2024
Fjallahjólabraut og frisbígolf í Ævintýragarðinum
Framkvæmdir hófust í morgun við nýja fjallahjólabraut í Ævintýragarðinum.