Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. október 2017

Mos­fells­bær hef­ur und­ir­ritað samn­ing við Laug­ar ehf. (Wor­ld Class) vegna stækk­un­ar á íþrótta- og lík­ams­ræktarað­stöðu í íþróttamið­stöð­inni Lága­felli.

Samn­ing­ur­inn fel­ur í sér að Laug­ar ehf. mun byggja við nú­ver­andi að­stöðu tvo bún­ings­klefa og fleiri hreyfisali. Laug­ar ehf. mun fara fyr­ir fram­kvæmd­inni og fjár­magna hana að fullu. Tekju­mögu­leik­ar íþróttamið­stöðv­ar­inn­ar aukast tals­vert með stækk­un­inni og gert er ráð fyr­ir 10% fjölg­un gesta á milli ára.

Þjón­usta íþróttamið­stöðv­ar­inn­ar Lága­fells er mik­il­væg­ur hlekk­ur í heilsu­efl­andi sam­fé­lagi. Mik­il starf­semi fer fram í Íþróttamið­stöð­inni Lága­felli en þang­að voru rúm­lega 490 þús­und heim­sókn­ir á síð­asta ári. Þar er ein vin­sæl­asta sund­laug lands­ins auk íþrótta­sal­ar og einn­ig er rekin lík­ams­rækt­ar­stöðin Wor­ld Class.

Stækk­un á að­stöðu bæt­ir að­stöðu fyr­ir al­menn­ings- og skólaí­þrótt­ir og eyk­ur þjón­ustu við íbúa Mos­fells­bæj­ar. Auk þess eru vænt­ing­ar um að stækk­un­in muni hafa já­kvæð áhrif á sam­starf­ið við grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar, Aft­ur­eld­ingu og fleiri að­ila sem sækja þjón­ustu íþróttamið­stöðv­ar­inn­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00