Mosfellsbær hefur undirritað samning við Laugar ehf. (World Class) vegna stækkunar á íþrótta- og líkamsræktaraðstöðu í íþróttamiðstöðinni Lágafelli.
Samningurinn felur í sér að Laugar ehf. mun byggja við núverandi aðstöðu tvo búningsklefa og fleiri hreyfisali. Laugar ehf. mun fara fyrir framkvæmdinni og fjármagna hana að fullu. Tekjumöguleikar íþróttamiðstöðvarinnar aukast talsvert með stækkuninni og gert er ráð fyrir 10% fjölgun gesta á milli ára.
Þjónusta íþróttamiðstöðvarinnar Lágafells er mikilvægur hlekkur í heilsueflandi samfélagi. Mikil starfsemi fer fram í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli en þangað voru rúmlega 490 þúsund heimsóknir á síðasta ári. Þar er ein vinsælasta sundlaug landsins auk íþróttasalar og einnig er rekin líkamsræktarstöðin World Class.
Stækkun á aðstöðu bætir aðstöðu fyrir almennings- og skólaíþróttir og eykur þjónustu við íbúa Mosfellsbæjar. Auk þess eru væntingar um að stækkunin muni hafa jákvæð áhrif á samstarfið við grunnskóla Mosfellsbæjar, Aftureldingu og fleiri aðila sem sækja þjónustu íþróttamiðstöðvarinnar.
Tengt efni
Vilt þú hafa áhrif á uppbyggingu að Varmá?
Mosfellsbær og Afturelding vinna að þarfagreiningu fyrir nýja þjónustu- og aðkomubyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá.
Starfsemi Eldingar að Varmá lýkur 30. júní næstkomandi
Þann 30. júní lýkur samstarfi Mosfellsbæjar og Eldingar um aðstöðu til almennrar líkamsræktar og styrktarþjálfunar í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.
Fjölnota íþróttahúsið að Varmá heitir Fellið
Nýtt fjölnota íþróttahús að Varmá hefur verið tekið í notkun.