Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. ágúst 2009

Íþrótta­fjör fyr­ir börn í 1. og 2. bekk grunn­skóla er sam­vinnu­verk­efni Mos­fells­bæj­ar, Aft­ur­eld­ing­ar, grunn­skól­anna og frí­stund­ar­selj­anna.

Í vet­ur verð­ur boð­ið upp á skipu­lagð­ar æf­ing­ar í flest­um íþrótta­grein­um Aft­ur­eld­ing­ar á opn­un­ar­tíma frí­stunda­selja Mos­fells­bæj­ar og stend­ur öll­um börn­um í 1. og 2 bekk til boða. Æf­ing­arn­ar eru all­ar und­ir eft­ir­liti þjálf­ara frá hverri deild. Mark­mið­ið er að hvetja nem­end­ur á þess­um aldri til að hreyfa sig og kynn­ast í leið­inni sem flest­um íþrótta­grein­um.

Ein­ung­is er hægt að bjóða íþrótt­fjör­ið í íþróttamið­stöð­inni að Varmá og því verða skipu­lagð­ar rútu­ferð­ir fyr­ir krakka milli Lága­fells­skóla og íþróttamið­stöðv­ar að Varmá. Starfs­menn beggja frí­stunda­selja fylgja börn­um í íþrótta­fjör en auk þeirra verða þjálf­ar­ar á veg­um Aft­ur­eld­ing­ar á staðn­um.

Íþrótta­fjör­ið teng­ist starfi frí­stund­ar­selj­anna og því munu börn­in stunda íþrótta­fjör­ið á opn­un­ar­tíma þeirra en æf­inga­tím­ar eru tvisvar í viku, mánu­daga til fimmtu­daga kl. 14:10 – 15:30. Hverj­um tíma er skipt í tvennt þann­ig að börn­in prófa tvær íþrótta­grein­ar í hvert skipti.

Íþrótta­fjör­ið hefst mánu­dag­inn 31. ág­úst. Öll­um hópn­um er skipt nið­ur á dag­ana eft­ir kyni. Íþrótta­fjör­inu er skipt í 4 tíma­bil.

Íþrótta­fjör­ið er innifal­ið í gjaldi fyr­ir frí­stund­ar­sel og því eru öll börn í frí­stunda­seli for­skráð í íþrótta­fjör. Óski for­eldri/for­ráða­mað­ur eft­ir því að barn fari ekki í íþrótta­fjör þar sem það er ekki skylda þarf að láta for­stöðu­mann við­kom­andi frí­stunda­sels vita af því í gegn­um skila­boð á íbúagátt (und­ir ábyrgð­ar­mað­ur í málin mín). Börn sem ekki sækja frí­stunda­sel en hafa áhuga að vera með í íþrótta­fjöri eru vel­komin, sækja þarf um það á íbúagátt Mos­fells­bæj­ar und­ir frí­stund­ar­sel/íþrótta­fjör.

At­hug­ið að hægt verð­ur að nota frí­stundarávís­un­ina til að greiða nið­ur frí­stunda­sel/íþrótta­fjör barna í 1. og 2. bekk.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00