Íþróttafjör fyrir börn í 1. og 2. bekk grunnskóla er samvinnuverkefni Mosfellsbæjar, Aftureldingar, grunnskólanna og frístundarseljanna.
Í vetur verður boðið upp á skipulagðar æfingar í flestum íþróttagreinum Aftureldingar á opnunartíma frístundaselja Mosfellsbæjar og stendur öllum börnum í 1. og 2 bekk til boða. Æfingarnar eru allar undir eftirliti þjálfara frá hverri deild. Markmiðið er að hvetja nemendur á þessum aldri til að hreyfa sig og kynnast í leiðinni sem flestum íþróttagreinum.
Einungis er hægt að bjóða íþróttfjörið í íþróttamiðstöðinni að Varmá og því verða skipulagðar rútuferðir fyrir krakka milli Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðvar að Varmá. Starfsmenn beggja frístundaselja fylgja börnum í íþróttafjör en auk þeirra verða þjálfarar á vegum Aftureldingar á staðnum.
Íþróttafjörið tengist starfi frístundarseljanna og því munu börnin stunda íþróttafjörið á opnunartíma þeirra en æfingatímar eru tvisvar í viku, mánudaga til fimmtudaga kl. 14:10 – 15:30. Hverjum tíma er skipt í tvennt þannig að börnin prófa tvær íþróttagreinar í hvert skipti.
Íþróttafjörið hefst mánudaginn 31. ágúst. Öllum hópnum er skipt niður á dagana eftir kyni. Íþróttafjörinu er skipt í 4 tímabil.
Íþróttafjörið er innifalið í gjaldi fyrir frístundarsel og því eru öll börn í frístundaseli forskráð í íþróttafjör. Óski foreldri/forráðamaður eftir því að barn fari ekki í íþróttafjör þar sem það er ekki skylda þarf að láta forstöðumann viðkomandi frístundasels vita af því í gegnum skilaboð á íbúagátt (undir ábyrgðarmaður í málin mín). Börn sem ekki sækja frístundasel en hafa áhuga að vera með í íþróttafjöri eru velkomin, sækja þarf um það á íbúagátt Mosfellsbæjar undir frístundarsel/íþróttafjör.
Athugið að hægt verður að nota frístundarávísunina til að greiða niður frístundasel/íþróttafjör barna í 1. og 2. bekk.