Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. apríl 2019

Íþrótta­fé­lag okk­ar Mos­fell­inga, Aft­ur­eld­ing, átti 110 ára af­mæli þann 11. apríl síð­ast­lið­inn.

Það er al­deil­is góð­ur ald­ur fyr­ir íþrótta­fé­lag í bæj­ar­fé­lagi sem er mun yngra. Aft­ur­eld­ing hef­ur ver­ið hluti af þeim lífs­gæð­um og þeirri upp­lif­un sem fólk hef­ur af því að búa í Mos­fells­bæ. Ung­ar fjöl­skyld­ur með börn eru í meiri­hluta íbúa bæj­ar­ins og öfl­ugt íþrótta­fé­lag hef­ur sann­ar­lega áhrif á ákvörð­un fólks um bú­setu. Það má því segja að fé­lag­ið hafi átt sinn hlut í þeirri miklu fólks­fjölg­un sem hef­ur orð­ið í bæn­um okk­ar síð­ast­lið­in ár.

Það er mik­il­vægt for­varn­ar- og upp­eld­is­st­arf sem felst í starf­semi þeirri sem Aft­ur­eld­ing stend­ur fyr­ir. Mos­fells­bær er heilsu­efl­andi sam­fé­lag og þar kem­ur íþrótt­ast­arf inn­an bæj­ar­ins sterkt inn. Ið­k­end­ur fé­lags­ins eru um 1.500 í dag og því stór hluti bæj­ar­búa sem njóta þess sem fé­lag­ið býð­ur uppá. Öll vilj­um við sjá börn­in okk­ar eflast og njóta sín í heil­brigð­um tóm­stund­um. Það er stefna Mos­fells­bæj­ar að vera fjöl­skyldu­vænt, heilsu­efl­andi og fram­sæk­ið bæj­ar­fé­lag sem set­ur um­hverf­ið í önd­vegi og hef­ur þarf­ir og vel­ferð íbúa að leið­ar­ljósi og gegn­ir Ung­menna­fé­lag­ið Aft­ur­eld­ing mik­il­vægu hlut­verki hvað það varð­ar.

Upp­bygg­ing íþrótta­mann­virkja hef­ur ver­ið á dagskrá í sveita­fé­lag­inu alla tíð og það er eitt af for­gangs­verk­efn­um sveita­fé­lags­ins að halda áfram að bæta að­stöðu Aft­ur­eld­ing­ar á kom­andi árum. Íþróttamið­stöðin að Varmá var byggð í nokkr­um áföng­um og á þessu ári eru 55 ár síð­an elsti hluti henn­ar Varmár­laug var tekin í notk­un. Á síð­ast­liðn­um árum hef­ur mik­il upp­bygg­ing ver­ið á svæð­inu og má þar nefna glæsi­legt fim­leika­hús, nýtt gervi­gras á gervis­grasvöll­inn, nýtt fjöl­nota knatt­hús sem er í bygg­ingu og ný gól­f­efni í íþrótta­sali að Varmá. Í sum­ar verð­ur far­ið í meiri fram­kvæmd­ir við gervi­grasvöll­inn til að gera hann lög­leg­an fyr­ir keppni í 1. deild og einn­ig verð­ur unn­ið að end­ur­bót­um og við­gerð­um við Tungu­bakka­völl.

Ný­lega var stofn­að­ur form­leg­ur sam­starfs­vett­vang­ur Aft­ur­eld­ing­ar og Mos­fells­bæj­ar um upp­bygg­ingu mann­virkja að Varmá. Þar kom fram þörf fyr­ir fram­tíð­ar­skipu­lag fyr­ir svæð­ið. Mos­fells­bær hef­ur því ákveð­ið að í til­efni 110 ára af­mæl­is fé­lags­ins muni bær­inn færa fé­lag­inu að gjöf hug­mynda­vinnu hönn­uða að fram­tíð­ar­skipu­lagi og upp­bygg­ingu íþrótta­svæð­is­ins að Varmá, sem byggð verð­ur á þarf­agrein­ingu fé­lags­ins og fram­tíð­ar­sýn Mos­fells­bæj­ar.

Það er flott fólk sem starf­ar og sinn­ir sjálf­boð­astarfi hjá Aft­ur­eld­ingu sem ger­ir fé­lag­ið að því sem það er. Mos­fells­bær fær­ir ið­k­end­um, starfs­mönn­um, sjálf­boða­lið­um, stjórn­ar­mönn­um, þjálf­ur­um og stuðn­ings­mönn­um ham­ingjuósk­ir í til­efni af­mæl­is­ins. Fram­tíð Aft­ur­eld­ing­ar er björt með ykk­ar góða og upp­byggi­lega starfi.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00