Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. apríl 2024

Ís­lands­mót­ið í skák sem fer fram í Mos­fells­bæ í ann­að skipt­ið í sög­unni hófst í gær og setti Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri mót­ið með því að leika fyrsta leik þess fyr­ir Vign­ir Vatn­ar Stef­áns­son nú­ver­andi Ís­lands­meist­ara á móti Al­eks­andr Dom­alchuk-Jonasson. Teflt er í íþróttamið­stöð­inni Klett við golf­völl­inn Hlíð­ar­völl.

Ís­lands­mót­ið í skák á sér langa sögu eða allt frá ár­inu 1913 þeg­ar fyrsta Ís­lands­mót­ið í skák (eða Skák­þing Ís­lend­inga) eins og það hét þá var hald­ið í Reykja­vík. Síð­an þá hef­ur mót­ið far­ið ár­lega fram tveim­ur und­an­tekn­ing­um. Mót­ið nú er hald­ið í Mos­fells­bæ í ann­að skipt­ið í sög­unni en árið 2010 fór það fram í íþróttamið­stöð­inni Lága­felli.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Skák­sam­bandi Ís­lands eru tólf sem berjast um titil­inn skák­meist­ari Ís­lands og eru þar á með­al fjöldi stór­meist­ara. Þá er vert að nefna að skák­kon­ur hafa aldrei ver­ið fleiri í efsta flokki. Olga Prudny­kova, sem er úkraínsk­ur flótta­mað­ur og Ís­lands­meist­ari kvenna síð­ustu tvö ár og Lenka Ptácní­ková sem er marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari kvenna. Ungu menn­irn­ir Hilm­ir Freyr Heim­is­son, Al­eks­andr Dom­alchuk-Jonasson, Dag­ur Ragn­ars­son og Bárð­ur Örn Birk­is­son munu freista þess að blanda sér í topp­bar­átt­una.

Kepp­endalist­inn:

 1. Hjörv­ar Steinn Grét­ars­son (2518), stór­meist­ari
 2. Héð­inn Stein­gríms­son (2502), stór­meist­ari
 3. Hann­es Hlíf­ar Stef­áns­son (2493), stór­meist­ari
 4. Guð­mund­ur Kjart­ans­son (2480), stór­meist­ari
 5. Helgi Áss Grét­ars­son (2468), stór­meist­ari
 6. Vign­ir Vatn­ar Stef­áns­son (2469), stór­meist­ari
 7. Al­eks­andr Dom­alcuk-Jonasson (2368), al­þjóð­leg­ur meist­ari
 8. Hilm­ir Freyr Heim­is­son (2361), al­þjóð­leg­ur meist­ari
 9. Dag­ur Ragn­ars­son (2333), al­þjóð­leg­ur meist­ari
 10. Olga Prudny­kova (2263), al­þjóð­leg­ur meist­ari kvenna
 11. Bárð­ur Örn Birk­is­son (2169), kandí­data­meist­ari
 12. Lenka Ptácní­ková (2127), stór­meist­ari kvenna

All­ar upp­lýs­ing­ar um mót­ið eru á vef Skák­sam­bands Ís­lands auk þess sem hægt er að horfa á bein­ar út­send­ing­ar á vef Lichess.


Mynd­ir: Al­exía Guð­jóns­dótt­ir

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00