Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.
Mótið er stórviðburður og ánægjulegt fyrir Mosfellinga að fá að bjóða alla þessa frábæru knapa velkomna. Skráningar eru yfir 370 og eru knapar á aldrinu 10 til 17 ára. Forkeppni klárast á laugardag og þá taka við B-úrslit og í framhaldi af þeim A-úrslit allan sunnudaginn. Hestamannafélagið hvetur alla til að gera sér leið á keppnisvæði Harðar og fylgjast með keppninni. Einnig er bein útsending frá viðburðinum á Sjónvarpi Símans, eidfaxa.is og eyja.net. Allt í opinni dagskrá.
Dagskrá mótsins
Föstudagur (19.07.2024)
- 09:00-10:40 Tölt T1 Unglingaflokkur Knapi 1-25
- 10:40-10:55 Vallarhlé
- 10:55-12:10 Tölt T1 Unglingaflokkur Knapi 26-39
- 12:10-13:00 Matarhlé*
- 13:00-13:50 Tölt T3 Barnaflokkur
- 13:50-15:30 Tölt T4 Unglingaflokkur
- 15:30-16:00 T4 Barnaflokkur
- 16:00-16:20 Vallarhlé
- 16:20-18:00 Gæðingarskeið Unglingaflokkur
- 18:00-18:45 Matarhlé*
- 18:45-19:40 Gæðingartölt Barnaflokkur
- 19:40-20:30 Gæðingartölt Unglingaflokkur
Laugardagur (20.07.2024)
- 9:00-11:00 Gæðingarkeppni unglingaflokkur
- 11:00-11:15 Vallarhlé
- 11:15-12:25 Gæðingarkeppni barnaflokkur 1-16
- 12:25-13:00 Matarhlé
- 13:00-14:10 Gæðingarkeppni barnaflokkur 17-33
- 14:10-14:25 Vallarhlé
- 14:25-15:05 Fimmgangur F2 Unglingaflokkur B-úrslit
- 15:05-15:35 Fjórgangur V2 Barnaflokkur B-úrslit
- 15:25-16:05 Fjórgangur V1 Unglingaflokkur B-úrslit
- 16:05-16:25 Kaffihlé
- 16:25-16:45 Tölt T4 Unglingaflokkur B-úrslit
- 16:45-17:05 Tölt T1 Unglingaflokkur B-úrslit
- 17:05-17:25 Vallarhlé
- 17:25-18:25 100 m skeið
Sunnudagur (21.07.2 024)
- 09:30-10:00 Fjórgangur V1 Unglingaflokkur A-úrslit
- 10:00-10:30 Fjórgangur V2 Barnaflokkur A-úrslit
- 10:30-11:00 Unglingaflokkur Gæðinga A-úrslit
- 11:00-11:30 Barnaflokkur Gæðinga A-úrslit
- 11:30-11:50 Pollatölt Pollaflokkur
- 11:50-12:40 Hádegismatur
- 12:40-13:00 Tölt T4 Barnaflokkur A-úrslit
- 13:00-13:20 Tölt T4 Unglingaflokkur A-úrslit
- 13:20-13:40 Gæðingatölt Barnaflokkur A-úrslit
- 13:40-14:00 Gæðingatölt Unglingaflokkur A-úrslit
- 14:00-14:30 Fimmgangur F2 Unglingaflokkur A-úrslit
- 14:30-15:00 Kaffi
- 15:00-15:30 Tölt T3 Barnaflokkur A-úrslit
- 15:30-16:00 Tölt T1 Unglingaflokkur A-úrslit