Íslandsgarpur er þríþraut sem felur í sér Tindahlaup Mosfellsbæjar, hjólreiðakeppnina Jökulmíluna og Íslandsmótið í Víðavatnssundi.
Hljóta þeir keppendur sem klára þríþrautina á innan við ári nafnbótina Íslandsgarpur. Að þessu sinni voru Íslandsgarparnir fjórir, þau Guðrún Geirsdóttir, Rafnkell Jónsson, Irina Óskarsdóttir og Viðar Þorsteinsson. Móttaka var haldin af því tilefni í Lágafellslaug þriðjudaginn 13. október þar sem veglegir sérhannaðir verðlaunapeningar voru afhentir þessu öfluga fólki.
Tengt efni
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.
Sjálfboðaliði ársins 2024
Íslandsmót í Cyclocross í Mosfellsbæ