Íslandsgarpur er þríþraut sem felur í sér Tindahlaup Mosfellsbæjar, hjólreiðakeppnina Jökulmíluna og Íslandsmótið í Víðavatnssundi.
Hljóta þeir keppendur sem klára þríþrautina á innan við ári nafnbótina Íslandsgarpur. Að þessu sinni voru Íslandsgarparnir fjórir, þau Guðrún Geirsdóttir, Rafnkell Jónsson, Irina Óskarsdóttir og Viðar Þorsteinsson. Móttaka var haldin af því tilefni í Lágafellslaug þriðjudaginn 13. október þar sem veglegir sérhannaðir verðlaunapeningar voru afhentir þessu öfluga fólki.
Tengt efni
Íslandsmót í Cyclocross í Mosfellsbæ
Tindahlaup Mosfellsbæjar 15 ára
Venju samkvæmt fór Tindahlaup Mosfellsbæjar fram á bæjarhátíðinni Í túninu heima þann 31. ágúst síðastliðinn.
Fjallahjólabrautin „Flækjan“ opnuð og frisbígolfvöllurinn endurvígður