Fyrsti leikur Íslands á HM í Rússlandi verður sýndur á risaskjá í Hlégarði á laugardaginn. Ísland mætir Argentínu og hefst leikurinn kl. 13:00.
Húsið opnar kl. 12:00 með upphitun þar sem Hlégarði verður breytt í fjölskylduvænt „fanzone“. Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu mun halda uppi stemningunni með andlitsmálun og skemmtilegum uppákomum og heitt verður á grillinu. Frítt inn fyrir alla fjölskylduna meðan húsrúm leyfir.
Mosfellingar eru hvattir til að fjölmenna í Hlégarð og senda góða strauma til Rússlands. Frábær upphitun fyrir sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní sem er á sunnudaginn.
Áfram Ísland!
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.