Aðalinnritun vegna úthlutunar leikskólaplássa, sem losna í haust þegar elstu leikskólabörnin byrja í grunnskóla, hefst um miðjan mars og stendur fram í maí.
Leikskólaplássum er alltaf úthlutað í kennitöluröð og gilda allar umsóknir fyrir alla leikskóla bæjarins þar sem Mosfellsbær er eitt leikskólasvæði.
Við vinnslu úthlutunar er unnið með biðlistann eins og hann stóð 28. febrúar og því ekki unnið úr nýjum umsóknum á meðan unnið er úr fyrirliggjandi umsóknum um leikskóla. Umsóknir sem berast eftir 1. mars verða teknir fyrir í maí og júní og umsóknir sem berast eftir 1. júní eru teknar fyrir í lok ágúst og byrjun september.
Tekið skal fram að ferlið tekur alltaf nokkurn tíma en allar upplýsingar um úthlutun berast foreldrum inn á Þjónustugátt Mosfellsbæjar undir viðkomandi umsókn.
Mikilvægt að foreldrar staðfesti pláss innan 7 daga frá úthlutun svo hægt sé að úthluta í þau pláss sem afþökkuð eru.
Tengt efni
Unnið að gerð samnings um allt að 50 leikskólapláss fyrir yngstu íbúa Mosfellsbæjar
Mosfellsbær hefur undanfarin ár boðið upp á leikskólaþjónustu fyrir yngsta aldurshópinn sem er orðinn 12 mánaða eða eldri þegar skólastarf hefst í ágúst ár hvert.
Leikskólar og frístundastarf opnar kl. 13:00 í dag
Skólahald var fellt niður í dag vegna óveðursins sem gekk yfir landið í nótt.
Leikskólagjöld í Mosfellsbæ eru ýmist lægst eða næst lægst
Ný úttekt verðlagseftirlits ASÍ á meðal 15 stærstu sveitarfélaga landsins leiðir fram að foreldrar í Mosfellsbæ greiða lægstu leikskólagjöld á landinu fyrir níu tíma leikskóladag og næst lægstu leikskólagjöldin fyrir átta klukkustunda leikskóladag með fæði.