Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. mars 2023

Að­al­inn­rit­un vegna út­hlut­un­ar leik­skóla­plássa, sem losna í haust þeg­ar elstu leik­skóla­börn­in byrja í grunn­skóla, hefst um miðj­an mars og stend­ur fram í maí.

Leik­skóla­pláss­um er alltaf út­hlutað í kenni­töluröð og gilda all­ar um­sókn­ir fyr­ir alla leik­skóla bæj­ar­ins þar sem Mos­fells­bær er eitt leik­skóla­svæði.

Við vinnslu út­hlut­un­ar er unn­ið með bið­list­ann eins og hann stóð 28. fe­brú­ar og því ekki unn­ið úr nýj­um um­sókn­um á með­an unn­ið er úr fyr­ir­liggj­andi um­sókn­um um leik­skóla. Um­sókn­ir sem berast eft­ir 1. mars verða tekn­ir fyr­ir í maí og júní og um­sókn­ir sem berast eft­ir 1. júní eru tekn­ar fyr­ir í lok ág­úst og byrj­un sept­em­ber.

Tek­ið skal fram að ferl­ið tek­ur alltaf nokk­urn tíma en all­ar upp­lýs­ing­ar um út­hlut­un berast for­eldr­um inn á Þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar und­ir við­kom­andi um­sókn.

Mik­il­vægt að for­eldr­ar stað­festi pláss inn­an 7 daga frá út­hlut­un svo hægt sé að út­hluta í þau pláss sem af­þökk­uð eru.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00