Mosfellsbær er með samning við leikskólana Korpukot og Fossakot um leikskólavist fyrir börn frá 9 mánaða aldri.
Mosfellsbær hefur tryggt allt að 10 leikskólapláss fyrir þennan aldurshóp.
Innritun fer þannig fram að foreldrar sækja sjálfir um leikskólapláss hjá þessum leikskólum og gera vistunarsamning um skólavistina. Sama gjaldskrá gildir og væru foreldrar með börn sín hjá sjálfstætt starfandi dagforeldrum. Þegar barnið hefur náð 2ja ára aldri lækkar leikskólagjald foreldra og niðurgreiðslur Mosfellsbæjar til leikskólans taka mið af raunkostnaði við rekstur leikskóla.
Korpukot sem staðsettur er að Fossaleyni 12 í Grafarvogi er sjálfstætt rekinn skóli og aðili að Samtökum sjálfstæðra skóla. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og er því fyrir börn frá 9 mánaða og upp að skólaskyldualdri sem hefst í grunnskóla. Korpukot er rúmar 100 börn og eru deildir skólans fjórar. Sælukot og Sunnukot sem eru ungbarnadeildir, Bjartakot fyrir 2-3 ára börn og Fagrakot frá 4 ára. Hver deild hefur fjögur herbergi til umráða, þ.e. þrjú minni og eina stóra heimastofu. Þar fyrir utan er stór hreyfisalur á efri hæðinni og rúmgóð stofa sem nýtist fyrir elstu börnin. Korpukot er opinn frá 7:30-17:30 alla virka daga og boðið er upp á 8, 8,5 og 9 klst. vistun. Einkunnarorð leikskólans er: Það er leikur að læra.
Leikskólinn Fossakot er staðsettur við Fossaleyni 4 í Grafarvogi. Skólinn var stofnaður þann 18. september 1997 og í mars 1999 opnaði þriðja deildin í nýrri viðbyggingu. Fossakot er sjálfstætt rekinn skóli og aðili að Samtökum sjálfstæðra skóla, rekstraraðili skólans er LFA ehf. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og er fyrir börn frá 9 mánaða eða frá því að fæðingarorlofi foreldra lýkur og fram að skólaskyldualdri sem hefst við grunnskóla. Í Fossakoti dvelja 80 börn samtímis í 8, 8,5 og 9 klst. vistun. Leikskólinn er opinn frá 7:30. Deildir leikskólans eru þrjár þ.e. Krílakot, Stubbakot, og Stórakot. Börnunum er raðað á deildir eftir aldri og getur aldursskipting verið breytileg ári til árs þar sem hún ræðst af barnahópnum hverju sinni.
Tengt efni
Breytingar á umsýslukerfi og vefsíðum leikskólanna
Dagur leikskólans 6. febrúar
Dagur leikskólans er í dag þriðjudaginn 6. febrúar.
Skráningardagar í leikskólum Mosfellsbæjar
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 15. júní tillögu fræðslunefndar um svokallaða skráningardaga í leikskólum frá og með næsta hausti.