Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. október 2016

Mos­fells­bær er með samn­ing við leik­skól­ana Korpu­kot og Fossa­kot um leik­skóla­vist fyr­ir börn frá 9 mán­aða aldri.

Mos­fells­bær hef­ur tryggt allt að 10 leik­skóla­pláss fyr­ir þenn­an ald­urs­hóp.

Inn­rit­un fer þann­ig fram að for­eldr­ar sækja sjálf­ir um leik­skóla­pláss hjá þess­um leik­skól­um og gera vist­un­ar­samn­ing um skóla­vist­ina. Sama gjaldskrá gild­ir og væru for­eldr­ar með börn sín hjá sjálf­stætt starf­andi dag­for­eldr­um. Þeg­ar barn­ið hef­ur náð 2ja ára aldri lækk­ar leik­skóla­gjald for­eldra og nið­ur­greiðsl­ur Mos­fells­bæj­ar til leik­skól­ans taka mið af raun­kostn­aði við rekst­ur leik­skóla.

Korpu­kot sem stað­sett­ur er að Fossa­leyni 12 í Grafar­vogi er sjálf­stætt rek­inn skóli og að­ili að Sam­tök­um sjálf­stæðra skóla. Leik­skól­inn er fyrsta skóla­stig­ið og er því fyr­ir börn frá 9 mán­aða og upp að skóla­skyldualdri sem hefst í grunn­skóla. Korpu­kot er rúm­ar 100 börn og eru deild­ir skól­ans fjór­ar. Sælu­kot og Sunnu­kot sem eru ung­barna­deild­ir, Bjar­ta­kot fyr­ir 2-3 ára börn og Fagra­kot frá 4 ára. Hver deild hef­ur fjög­ur her­bergi til um­ráða, þ.e. þrjú minni og eina stóra heima­stofu. Þar fyr­ir utan er stór hreyfisal­ur á efri hæð­inni og rúm­góð stofa sem nýt­ist fyr­ir elstu börn­in. Korpu­kot er op­inn frá 7:30-17:30 alla virka daga og boð­ið er upp á 8, 8,5 og 9 klst. vist­un.  Ein­kunn­ar­orð leik­skól­ans er: Það er leik­ur að læra.

Leik­skól­inn Fossa­kot er stað­sett­ur við Fossa­leyni 4 í Grafar­vogi. Skól­inn var stofn­að­ur þann 18. sept­em­ber 1997 og í mars 1999 opn­aði þriðja deild­in í nýrri við­bygg­ingu. Fossa­kot er sjálf­stætt rek­inn skóli og að­ili að Sam­tök­um sjálf­stæðra skóla, rekstr­ar­að­ili skól­ans er LFA ehf. Leik­skól­inn er fyrsta skóla­stig­ið og er fyr­ir börn frá 9 mán­aða eða frá því að fæð­ing­ar­or­lofi for­eldra lýk­ur og fram að skóla­skyldualdri sem hefst við grunn­skóla. Í Fossa­koti dvelja 80 börn sam­tím­is í 8, 8,5 og 9 klst. vist­un. Leik­skól­inn er op­inn frá 7:30. Deild­ir leik­skól­ans eru þrjár þ.e. Kríla­kot, Stubba­kot, og Stóra­kot. Börn­un­um er rað­að á deild­ir eft­ir aldri og get­ur ald­urs­skipt­ing ver­ið breyti­leg ári til árs þar sem hún ræðst af barna­hópn­um hverju sinni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00